On going 22.Aug.2020 – 4.Oct.2020

(Íslenska) Hjartsláttur – yfirlitssýning Ástu Ólafsdóttur

(Íslenska) HJARTSLÁTTUR
yfirlitssýning Ástu Ólafsdóttur

22.08.–04.10.2020

Sýningin er opin frá og með 22. ágúst

Verið hjartanlega velkomin á yfirlitssýningu Ástu Ólafsdóttur í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu. Sýningin er opið frá og með laugardeginum 22. ágúst og verður opin á hefðbundnum opnunartímum safnsins, miðvikudaga til sunnudaga frá klukkan 12–18.

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans. Þá einkum það sem við getum ekki snert og eigum til að líta framhjá í dagsins önn og amstri. Þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima. Aflgjafa sem skilja eftir sig ummerki. Þá verður augljós sú staðreynd að manneskjan er hluti af stærri heild og náttúran er aldrei langt undan. Hún er stöðug og síbreytileg í senn, traustur ferðafélagi. Eins og listin.

Ásta Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík 1948. Hún stundaði myndlistarnám í Nýlistadeild við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Listferill Ástu spannar rúmlega 40 ár af sýningarhaldi og Ásta er ein af virkustu myndlistarmönnum sinnar kynslóðar. Hún er tilraunagjörn í listsköpun sinni, bæði hvað varðar efnisval og myndmál. Hún hefur unnið í fjölbreytta miðla, þar á meðal vídeó og hljóð ásamt því að hún hefur verið virk í textagerð og bókaútgáfu. Ásta hefur miðlað þekkingu sinni með kennslu á öllum kennslustigum og verk hennar og ferill hafa haldist þétt í hendur við vaxandi umsvif kvenna í íslensku myndlistarlífi.

Það er sérstaklega ánægjulegt að yfirlitssýning Ástu skuli eiga sér stað og stund í Nýlistasafninu, safninu sem hún tók þátt í að stofna á sínum tíma. Allar götur síðan hefur hún tekið virkan þátt í starfssemi safnsins. Hér hélt hún sína fyrstu einkasýningu árið 1986 og í dag er hún heiðursfélagi í Nýló.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

Visit us

Address

 • The Living Art Museum
 • The Marshall House
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Iceland

Opening hours

 • Wed to Sun 12 – 18
 • Closed on Mondays and Tuesdays

Public Transportation

 • Bus number: 14
 • Stop: Grandi

Contact

 • T: +354 551 4350
 • E: nylo(at)nylo.is

Book a guided tour

Information

map