Verið velkomin á safneignarsýningu sumarsins í Nýlistasafninu, Ný aðföng. Á sýningunni má sjá úrval verka sem gefin hafa verið í safneign síðustu þrjú ár. Elstu verkin á sýningunni eru frá sjöunda áratug síðustu aldar og þau nýjustu eru aðeins nokkurra ára gömul. Á sýningunni má finna verk unnin í ýmsa miðla, þar á meðal textílverk, skúlptúra, ljósmyndir og innsetningar.

Sýningin stendur frá 14. júlí til 9. ágúst. Það verður engin hefðbundin opnun en listamannaspjall verður haldið þann 30. júlí og verður það kynnt betur síðar.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:
Bjarki Bragason
Claudia Hausfeld
G.Erla
Hildur Hákonardóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Kolbrún Ýr Einarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Rúna Þorkelsdóttir