Distant Matter á Safnanótt

Distant Matter
Katrín Agnes Klar & Lukas Kindermann
19.01.18 – 11.03.18
Sýningarstjóri Becky Forsythe

Nýlistasafnið býður gesti velkomna í leiðsögn á sýninguna Distant Matter (Fjarrænt efni), á Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar kl. 20:00. Becky Forsythe, sýningastjóri sýningarinnar og safneignarfulltrúi safnsins, mun leiða gesti um sýninguna og spjalla um verkin. 

Leiðsögnin fer fram á ensku og er öllum ókeypis.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar (f. 1985) og Lukas Kindermann (f. 1984). Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við sendar upplýsingar, þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins. 

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 2. febrúar 2018 en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00-23:00. 

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Á Safnanótt fer fram Safnanæturleikur. 

Hægt er að taka þátt í leiknum með því að svara laufléttum spurningum og safna stimplum frá mismunandi söfnum sem þú heimsækir. 

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar http://vetrarhatid.is/

Hafðu samband

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map