Archive for the 'Uncategorized' Category

Bókakynning, 11. okt: We Are Here

okt 09 2018 Published by under Uncategorized

11.10.2018 kl. 20

Bókaútgáfa og örsýning
Listamannaspjall með Detel Aurand og Claudia Hausfeld

Unnur Jökulsdóttir verður með upplestur úr We are Here

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á útgáfuhóf bókarinnar We are Here eftir Detel Aurand fimmtudaginn 11. október í Marshallhúsinu. Í tilefni útgáfunnar ræðir Claudia Hausfeld við Detel Aurand um verk hennar og Unnur Jökulsdóttir les upp úr We are Here. Dagskráin hefst kl. 20 og mun listamannaspjallið fara fram á ensku. Í tengslum við útgáfuna má sjá örsýningu á verkum Detel Aurand í anddyri Nýlistasafnsins fram til 16. október.

Upphaf og endir, svart og hvítt, anda inn og anda út, elli og æska – og allt þar á milli. Þessi bönd, oft utan okkar sjónsviðs, kannar þýski listamaðurinn Detel Aurand í bókinni We are Here. Bókin spannar verk unnin í ýmsa miðla frá síðustu tuttugu árum, ljósmyndir frá persónulegu safni listamannsins sem og sjálfsævisögulegum texta um fjarsamband hennar og maka hennar, Jóns Sigurgeirssonar (1909-2003) sem þau áttu í á milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna hverfist We are Here um tímaskynið. Getum við skyggnst inn í núið? Hvað er sýnilegt og hvað leynist í skugganum? Bókin er jafn persónuleg og hún er algild og fjallar um það hvernig hlutir og atburðir í heiminum tengjast og hvernig mörk og landamæri, sem virðast vera til staðar, leysast upp þegar við komumst í kynni við tímalausa fegurð.

No responses yet

Nýlistasafnið vinnur nú að útgáfu bókarinnar Listamannarekin rými í Reykjavík 1965 – 2018

sep 25 2018 Published by under Uncategorized

Kæru myndlistarmenn,

Nýlistasafnið vinnur nú að útgáfu bókarinnar Listamannarekin rými í Reykjavík 1965 – 2018. Bókin tekur á efni og innihaldi heimildarsafns Nýló um frumkvæði listamanna og mun varpa ljósi á mikilvægan þátt myndlistarmanna í þróun myndlistarsenu Reykjavíkur.

Ef að þú hefur tekið þátt í að sjá um listamannarekið rými, sem rekið var án hagnaðar og átt upphafleg eintök af sýningarskrám, textum og ljósmyndum (sbr. ekki tímaritsgreinum), máttu endilega hafa samband við safnið gegnum archive@nylo.is

Skilafrestur gagna er til 12. október næstkomandi!

No responses yet

Djúpþrýstingur: Gjörningur II

ágú 03 2018 Published by under Uncategorized

Gjörningur II // Action II
Saga Sigurðardóttir
Fim / Thu – 08.08.2018
20:00 – 21:00

Eyða (viðkoma)

Í annað sinn í sumar mun Saga S.dóttir eiga við og endurskapa innsetningu sína Eyða (viðkoma) / Touching Blank, en verkið og gjörningurinn eru hluti af Djúpþrýstingi, 40 ára afmælissýningu Nýlistasafnsins.

Aftur verður leitað að ferskri nánd við innihald verksins og nýrri merkingu.

Saga S.dóttir er fædd í Reykjavík. Performans og sviðslistir hafa verið hennar meginsvið síðastliðinn áratug. Meðfram eigin verkum hefur hún starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda uppfærslna með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum, meðal annars: Marmarabörnum (Marble Crowd), 16elskendum, Leikhúsi listamanna, Mér og vinum mínum, Wunderkind Collective og Gjörningaklúbbnum. Þá hefur hún sem performer og samverkakona ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin, komið fram á sviðslista-, myndlistar- og tónlistarhátíðum víðsvegar, m.a. með fjöllistakonunum Alexöndru Bachzetsis og Peaches, og er einnig meðlimur í performans-bandinu The PPBB.

Saga lauk meistaranámi í sviðslistum frá LHÍ 2017 og ber BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk BA námi í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006. Saga hefur um árabil verið reglulegur gestakennari við Listaháskóla Íslands og við LungA lýðháskólann á Seyðisfirði, en helstu viðfangsefni hennar þar eru samsköpun og líkaminn í sköpunarferlinu.

Verið velkomin!

No responses yet

OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ

júl 31 2018 Published by under Uncategorized

OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ / OBBSIDIAN©: PRODUCT LAUNCH – PARTY
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Lau / Sat – 04.08.2018
16:00 – 18:00

Verið velkomin á VÖRUKYNNINGU á skúlptúrunum OBBSIDIAN© í Nýlistasafninu. Viðburðinn er hluti af verki Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur “If you can’t beat them – join them” sem sýnt er á 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur.

Boðið verður uppá léttar veigar á meðan á kynningu stendur og verða skúlptúrarnir til sölu á viðburðinum.

Í verkum sínum notast Kristín Helga við blöndu af ljósmyndum, vídeóum, innsetningum, skúlptúrum og hljóðum. Hún rannsakar umhverfi sitt og vinnur með samfélagið sem innherji, fullgildur meðlimur og þátttakandi. Kristín útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016 og hefur síðan verið virk í listalífi á Íslandi og erlendis. Árið 2015 fór hún í skiptinám í Universität der Künste Berlin og flutti aftur til Berlínar veturinn 2016–17. Þar aðstoðaði hún meðal annars mynd- listar- og kvikmyndagerðarkonuna Brittu Thie við gerð þáttanna „The SUPERHOST“.

Meðal liðinna sýninga eru After Sun í at7 verkefnarými í Amsterdam 2018. Kristín hefur einnig verið með atriði á RAFLOST, raflistahátíðinni 2018, og haldið viðburð í Nýlistasafninu, Matarlausi Matarmarkaðurinn og RADIO SANDWICH 2017. Videóverk Kristínar hafa verið sýnd á alþjóðlegum kvikmynda- og videólistahátíðum og hafa þau meðal annars unnið verðlaunin „Best Experimental Short“ á Oaxaca FilmFest 2017 og West Virginia Mountaineer Festival 2017.

Verið velkomin!

No responses yet

Djúpþrýstingur: Gjörningur

júl 18 2018 Published by under Uncategorized

Gjörningur / Action
Saga Sigurðardóttir
Föst / Frid – 27.07.2018
17:00 – 18:00

Sem hluti af dagskrá 40 ára afmælissýningar Nýlistasafnsins, Djúpþrýstings, mun Saga S.dóttir bjóða samstarfsfólki að eiga við og endurskapa með henni innsetningu hennar, EYÐA (VIÐKOMA). Í nokkrum atlögum verður daðrað við innihald verksins, því ögrað og þjónað, til skiptis. Tækifæri. Gulrótin er nánd og ný merking.

Saga S.dóttir er fædd í Reykjavík. Performans og sviðslistir hafa verið hennar meginsvið síðastliðinn áratug. Meðfram eigin verkum hefur hún starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda uppfærslna með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum, meðal annars: Marmarabörnum (Marble Crowd), 16elskendum, Leikhúsi listamanna, Mér og vinum mínum, Wunderkind Collective og Gjörningaklúbbnum. Þá hefur hún sem performer og samverkakona ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin, komið fram á sviðslista-, myndlistar- og tónlistarhátíðum víðsvegar, m.a. með fjöllistakonunum Alexöndru Bachzetsis og Peaches, og er einnig meðlimur í performans-bandinu The PPBB.

Saga lauk meistaranámi í sviðslistum frá LHÍ 2017 og ber BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk BA námi í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006. Saga hefur um árabil verið reglulegur gestakennari við Listaháskóla Íslands og við LungA lýðháskólann á Seyðisfirði, en helstu viðfangsefni hennar þar eru samsköpun og líkaminn í sköpunarferlinu.

Verið velkomin!

No responses yet

Nýló starfsnám haust 2018

júl 11 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið leitar nú að starfsnema í móttöku safnsins frá og með hausti 2018

Hlutverk þessa starfsnema er að sitja yfir sýningar í sal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu, aðstoða gesti og gangandi, sem og vera starfsfólki innan handar við ýmis dagleg verkefni. Við óskum eftir einstaklingi sem er óhræddur við að sýna frumkvæði, hefur jákvætt hugarfar og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Að jafnaði verja starfsnemar að lágmarki sex til átta vikur með safninu en viðvera er ákveðin í samráði við starfsfólk safnsins og í samræmi við kröfur þess náms sem neminn stundar. Þó er miðað er við að lágmarksvinnuskilda séu fimm tímar á dag, frá kl 13 til 18, frá þriðjudegi til föstudags. Að auki er óskað eftir aðstoð starfsnema við niðurtöku og uppsetningu sýninga, og viðveru eftir þörfum á viðburðum skipulögðum af safninu.

Vert er að hafa í huga að staðan er ólaunuð og ætluð nemum sem eru í námi og geta fengið reynslu sína metna til eininga. Auk þess getur Nýlistasafnið gefið starfsnemum sínum innsýn inn í heim samtímalistar í Reykjavík, tækifæri til tengslamyndunar, ásamt öðrum minniháttar fríðindum.

Áhugasamir sækja um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf, ásamt upplýsingum um kröfur sem núverandi nám kann að gera til Nýlistasafnsins sem hluta af násmsreynslu umsækjanda á póstfangið nylo@nylo.is með fyrirsögninni Nýló internship 2018

No responses yet

Djúpþrýstingur: Kokteilakvöld

júl 08 2018 Published by under Uncategorized

Auður Lóa Guðnadóttir &
Starkaður Sigurðarson

Lau / Sat – 14.07.2018
16:00 – 18:00

Auður Lóa og Starkaður bjóða gestum á kokteilakvöld í Nýlistasafninu sem er hluti af 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur. Boðið verður upp á drykki sem eru í samtali við verk þeirra, Helmingar sem búa ekki til heild.

Auður Lóa og Starkaður hafa unnið saman í sex ár sem listamenn og sýningarstjórar. Þau vinna verk saman, sér, í samvinnu við aðra listamenn og listrými, verk sem reyna að grafa holu í eitthvað óáþreifanlegt.

Verk unnin í ólíka miðla, ólík samhengi, en rýna samtímis í hvernig verkin tala, hvernig list talar, segir okkur eitthvað. Þau koma hvor með eigin rödd í samtalið sem svo verður þrenning samhliða hugsun, verki, miðli eða sýningarstað þeim sem staðið er fyrir framan. Þau eru vakandi fyrir sögu hugmyndarinnar, sögu staðarins, hlutarins og reyna að sjá þann nútíma sem við stöndum í sem þá samklessu tíðaranda og tvíræðrar hugsunar sem birtist okkur einstöku sinnum út úr þokunni.

Verið hjartanlega velkomin!

No responses yet

Bókaspjall með Rögnu Róbertsdóttur & Studio Studio

maí 16 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á bókaspjall með Rögnu Róbertsdóttur og hönnuðunum Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur, fimmtudaginn 17. maí, milli 20:00 – 21:00 í Marshallhúsinu.

Arnar Freyr og Birna mynda saman Studio Studio og sáu um gerð bókarinnar ‘Ragna Róbertsdóttir Works 1984 – 2017’, sem var nýlega gefin út af bókaforlaginu Distanz í Berlín á sama tíma og sýning Rögnu, Milli fjalls og fjöru, opnaði í Nýlistasafninu.

Á fimmtudaginn munu Ragna, Arnar og Birna ræða um gerð bókarinnar, frá hugmyndavinnu að fullunnum prentgrip.

Helstu verkefni Studio Studio eru á sviði bókahönnunar, týpógrafíu, heildarútlits og ritstjórnar. Bókin er veglegt yfirlit um feril Rögnu Róbertsdóttur sem gefur heildstæða mynd af verkum hennar frá 9. áratugnum til dagsins í dag.

Sýningarstjórar sýningarinnar eru Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun sýningar er í umsjón Ásmundar Hrafns Sturlusonar

Útgefandi bókarinnar er DISTANZ

Hægt er að nálgast eintak af bókinni í Nýlistasafninu á afar hagstæðu verði á meðan sýningu Rögnu, Milli fjalls og fjöru stendur, eða til 20 maí.

No responses yet

Milli fjalls og fjöru / Leiðsögn og listamannaspjall

apr 04 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á leiðsögn og spjall um sýningu Rögnu Róbertsdóttur Milli fjalls og fjöru, sunnudaginn 8. apríl kl. 14:00.

Ragna Róbertsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir, annar sýningastjóri sýningarinnar, munu taka á móti gestum og leiða þá um sýningu Rögnu sem opnaði 24. mars sl.

Ferill Rögnu spannar yfir 30 ár af virku sýningarhaldi en fyrsta einkasýning hennar var í Nýlistasafninu árið 1986 þegar safnið var til húsa að Vatnsstíg 3b í miðbæ Reykjavíkur.

Verk Rögnu eru afrakstur áratuga langs áhuga listamannsins á eiginleikum íslenskrar náttúru og hugleiðinga um form og efni umhverfisins, hvað gerist við hreyfingu og úrvinnslu efnis? Ragna hefur fylgst með strandlengjunni í Arnarfirði í fjölda ára, hversu fjölbreytilegt lífríkið í fjörunni er, dag frá degi, frá fjöru til flóðs. Hvernig fjöllin með sínum hrjúfu hraunbeltum umfaðma dalinn og strandlengjuna. En hún hefur líka tekið eftir því hvernig ströndin breytist, skeljunum fækkar og annað efni skolast á land í staðinn.

Sýningarstjórar eru Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun sýningar er í umsjón Ásmundar Hrafns Sturlusonar

Samhliða sýningunni hefur verið gefin út vegleg bók og yfirlit um feril Rögnu (Ragna Róbertsdóttir WORKS 1984 – 2017), sem gefur heildstæða mynd af verkum hennar frá 9. áratugnum til dagsins í dag.

Útgefandi bókarinnar er DISTANZ – http://www.distanz.de/de/books/new-publications/detail/backPID/new-publications/products/ragna-robertsdottir.html
Hægt er að nálgast eintak af bókinni í Nýlistasafninu á afar hagstæðu verði á meðan sýningunni stendur.

Leiðsögnin fer fram á íslensku og ensku og er ókeypis.

No responses yet

Rabbað & Labbað / Fjarrænt efni

mar 07 2018 Published by under Uncategorized

Rabbað & labbað / Distant Matter (Fjarrænt efni)
Með Katrínu Agnesi Klar & Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur
Fimmtudaginn 8. mars 2018
Spjallið hefst kl. 20.00

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á Rabbað & labbað gegnum sýninguna Distant Matter klukkan 20:00 með Katrínu Agnesi Klar, öðrum listamanni sýningarinnar, í fylgd með Eddu Kristínu Sigurjónsdóttir.

Klukkan 20:45 leiðir Edda Kristín gesti áfram upp á 3. hæð til Kling & Bang en þar tekur Hekla Dögg Jónsdóttir á móti hópnum og spjallar um sýningu sína Evolvement sem opnaði 3 mars sl.

Báðum sýningunum lýkur 11. mars svo þetta er einstakt tækifæri til þess að skyggnast betur inn í hugarheim listamannanna og fá að fræðast betur um sýningarnar.

Leiðsögnin fer fram á íslensku og er öllum opin.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar og Lukas Kindermann.

,,Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins.“

Verið hjartanlega velkomin!

No responses yet

Distant Matter á Safnanótt

jan 31 2018 Published by under Uncategorized

Distant Matter
Katrín Agnes Klar & Lukas Kindermann
19.01.18 – 11.03.18
Sýningarstjóri Becky Forsythe

Nýlistasafnið býður gesti velkomna í leiðsögn á sýninguna Distant Matter (Fjarrænt efni), á Safnanótt, föstudaginn 2. febrúar kl. 20:00. Becky Forsythe, sýningastjóri sýningarinnar og safneignarfulltrúi safnsins, mun leiða gesti um sýninguna og spjalla um verkin. 

Leiðsögnin fer fram á ensku og er öllum ókeypis.

Distant Matter er fyrsta yfirgripsmikla samsýning Katrínar Agnesar Klar (f. 1985) og Lukas Kindermann (f. 1984). Með aftengdum og endurröðuðum ásýndum efnis gegnum hvert og eitt verk, styðst sýningin við sendar upplýsingar, þrívíddarlíkön úr geimnum, íspinnalitaðar skjáhvílur og sjóndeildarhringi veggspjalda sem leið til að rýna í hversdagslega framsetningu og sem ferðalag um reglufast kerfi alheimsins. 

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 2. febrúar 2018 en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00-23:00. 

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Á Safnanótt fer fram Safnanæturleikur. 

Hægt er að taka þátt í leiknum með því að svara laufléttum spurningum og safna stimplum frá mismunandi söfnum sem þú heimsækir. 

Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar http://vetrarhatid.is/

No responses yet

Distant Matter: Listamannaspjall með sýningarstjóra

jan 18 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður gestum og gangandi velkomna í leiðsögn á sýninguna Distant Matter (Fjarrænt efni), sunnudaginn 21. janúar kl. 14:00.

Becky Forsythe, sýningastjóri sýningarinnar, mun leiða gesti um sýninguna og spjall ásamt listamönnunum, Katrínu Agnes Klar og Lukas Kindermann,

Leiðsögnin fer fram á íslensku og ensku og er ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Mynd: Lukas Kindermann, 1:1, 3D-Printed Silica Sand, 67,0 cm x 24,8 cm x 51,8 cm, 2016, Dominik Gigler.

No responses yet

Jólabúðingur á vetrarsólstöðum

des 18 2017 Published by under Uncategorized

Fimmtudaginn 21. desember, á vetrarsólstöðum, verður lifandi dagskrá í safninu milli kl. 17:00 – 21:00.

Dagskráin hefst klukkan 17:00 með Matarlausa matarmarkaðinum & Radio Sandwich.

Klukkan 20:00 munu Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Fríða Ísberg, Hallgrímur Helgason, Jón Örn Loðmfjörð, Kristín Ómarsdóttir og Kött Grá Pjé, lesa úr nýútkomnum ljóðabókum sínum.

Matarlausi Matarmarkaðurinn er sölubás sem selur einungis óæt myndlistarverk sem fjalla um mat. Básinn verður aðeins opinn þetta eina kvöld frá kl. 17-21.

Í básnum verða verk eftir Ívar Glóa Gunnarsson, Geirþrúði Einarsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðsson, Báru Bjarnardóttur og Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur. Kaupendum býðst sérstök innpökkunarþjónusta að hætti Matarlausa Matarmarkaðsins. Þetta er því einstakt tækifæri til þess að ljúka við jólainnkaupin!

Hlustunarpartí RADIO SANDWICH, kl.17-20. Radio Sandwich er nýr miðill sem er sérgerður fyrir tónverk myndlistarmanna. Í þessari útsendingu sem ber nafnið “RADIO SANDWICH: EP 1” verða frumflutt fimm ný tónverk eftir þá myndlistarmenn sem taka þátt í Matarlausa Matarmarkaðnum. Þau koma fram undir nöfnunum 900 stig, Mr. Glowie, Queen B og Bossy.

Skipuleggjendur Matarlausa Matarmarkaðsins & Radio Sandwich eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Bára Bjarnadóttir.

Klukkan 20:00 hefst ljóðaupplestur þar sem sex rithöfundar og skáld stíga á svið sem öll hafa gefið út ljóðabækur á árinu.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída
Fríða Ísberg – Slitförin
Hallgrímur Helgason – Fiskur af himni
Jón Örn Loðmfjörð – Sprungur
Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum
Kött Grá Pjé – Hin svarta útsending

Dagskráin fer fram milli 17-21 og það er ókeypis inn.

Ef þú hyggist kaupa óæt myndlistarverk eða ljóðabækur mælum við með að koma með reiðufé.

No responses yet

Opið fyrir umsóknir

des 05 2017 Published by under Uncategorized

Stjórn Nýlistasafnsins kallar eftir tillögum að verkum á samsýningu sem haldin verður í tilefni af 40 ára afmæli safnsins. Sýningin opnar í byrjun júní 2018 og stendur yfir sumarið.

Alls verða 5 – 6 tillögur frá jafnmörgum listamönnum valdar úr innsendum umsóknum, sóst er eftir tillögum að verkum sem fjalla um málefni samtíma okkar og atburði líðandi stundar. Litið verður sérstaklega til umsókna eftir listamenn sem hafa verið starfandi í fimm ár eða skemur. MA nemendum og útskriftarnemum frá BA árið 2018, er einnig velkomið að sækja um.

Nýlistasafnið veitir völdum tillögum styrk upp í efniskostnað verka og sýningarþóknun, aðstoðar við uppsetningu verka, sjá um hönnun og prentun sýningarskrár, ásamt kynningu og opnunarhóf.

Sýningin mun samanstanda af völdum tillögum að verkum ásamt ákveðnum listaverkum úr safneign Nýlistasafnsins sem spanna ólík tímabil og áratugi.

Nýlistasafnið eða Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis, mánudaginn 15. janúar 2018.

Umsóknir skulu innihalda eftirfarandi gögn:

1.Tillögu/lýsingu að nýju verki, á íslensku eða ensku. Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg- og uppsetningarleg atriði, hámark 600 orð.
2. Áætlaðan kostnað við framkvæmd listaverks (hámark 1 bls).
3. Ferilskrá (hámark 2 bls).
4. Myndir af fyrri verkum og /eða skissur (hámark 6). Allar myndir skulu vera vel merktar upplýsingum um verkið: titil, ár, miðill og stærð.

Sýningartillaga, ferilskrá, kostnaðaráætlun og listi/upplýsingar um myndir skulu vera hjálögð sem PDF- skjal í tölvupósti. Ljósmyndum af verkum má skila í sér PDF skjali.

Skjalið skal ekki vera stærra en 10 MB. Umsóknum í formi word skjala eða í tölvupósti án viðhengja verða ekki teknar til greina.

Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint inn á rétta slóð tengda VIMEO, Youtube o.s.frv. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki.
Umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, skal vera sent í einum tölvupósti.

Vinsamlegast sendið allar umsóknir á applications(at)nylo.is merktar Nýló í 40 ár, fyrir miðnætti á mánudagskvöldi, þann 15. janúar.

Stjórn Nýlistasafnsins áskilur sér rétt til þess að velja og hafna umsóknum án allra vandkvæða eða frekari útskýringa. Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða ekki teknar til athugunar.

No responses yet

MYNDLISTARBINGÓ NÝLÓ

nóv 29 2017 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin að taka þátt í MYNDLISTARBINGÓ NÝLÓ, laugardaginn 16. desember milli 16:00 – 18:00 í Marshallhúsinu.

Í verðlaun eru 25 verk frábærra listamanna!

Bingóið verður bara haldið þennan eina dag og hefst á slaginu 16:00, húsið opnar kl. 15:30.

Hægt er að tryggja sér bingóspjöld fyrir viðburðinn í tæka tíð með því að senda línu á nylo(at)nylo.is eða kaupa á staðnum.

Bónusvinningar eru í boði fyrir þá sem kaupa tvö spjöld eða fleiri.

Alls verða spilaðar 5 umferðir. Hver umferð tekur um 20 mínútur og hvert spjald gildir í allar umferðir. VERÐ FYRIR BINGÓSPJÖLD

1 BINGÓSPJALD – 3.900 KR
2 BINGÓSPJÖLD – 7.500 KR
3 BINGÓSPJÖLD – 10.000 KR

Listamennirnir sem hafa gefið verk í bingóið eru:
Anna Líndal
Arnar Ásgeirsson
Ásta Ólafsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Bára Bjarnadóttir
Bjarki Bragason
Claudia Hausfeld
Eva Ísleifsdóttir
Hildigunnur Birgisdóttir
Hrafnhildur Helgadóttir
Hreinn Friðfinnsson
Ívar Glói Gunnarsson
Jeannette Castioni
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Kristín Rúnarsdóttir
Kristján Steingrímur
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Logi Leó Gunnarsson
Páll Haukur Björnsson
Ragna Róbertsdóttir
Rakel McMahon
Rebecca Erin Moran
Sigurður Atli Sigurðsson
Sigurður Ámundason
Steinunn Eldflaug Harðardóttir
Una Margrét Árnadóttir
Þorgerður Ólafsdóttir
Þóranna Björnsdóttir

No responses yet

Moving Off the Land / Joan Jonas & María Huld Markan í Tjarnarbíói

okt 01 2017 Published by under Uncategorized

Sequences myndlistarhátíð kynnir með stolti og ánægju einstakan viðburð eftir bandarísku myndlistarkonuna Joan Jonas, í samstarfi við íslenska tónskáldið Maríu Huld Markan.

Viðburðurinn verður haldinn í Tjarnarbíói þann 8. október klukkan 20.00.

Hægt er að nálgast miða hér á www.tix.is

Auk verks síns í Tjarnarbíó opnar Jonas, Does the Mirror Make the Picture, yfirgripsmikla sýningu í Nýlistasafninu á úrval verka frá mismunandi tímabilum ferils hennar.

Sýning Jonas í Nýlistasafninu opnar föstudaginn 6. október á fyrsta degi hátíðarinnar og stendur til 10. desember 2017.

Jonas (f. 1936, New York) er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Síðan á sjötta áratugnum hefur hún skapað nýstárleg verk í ólíkum miðlum sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar Jonas saman ólíkum miðlum og listformum, líkt og leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr, vídeó og myndvörpun. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas gjarnan starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.

María Huld Markan Sigfúsdóttir (f. 1980) fiðluleikari og tónskáld hefur farið um víðan völl tónlistarinnar. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í tónsmíðum árið 2007. Auk þess að sinna tónsmíðum hefur María Huld verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til margra ára og með henni ferðast heimshorna á milli og flutt tónlist í ýmsum myndum.

Joan Jonas er jafnframt heiðurslistamaður Sequences VIII sem fer fram í áttunda sinn víðsvegar um Reykjavík.

Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hún er nú haldin í 8. skipti en markmið hátíðarinnar er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk, vídeólist og myndlist í almenningsrými.

Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York og býður hátíðin upp á framúrskarandi úrval verka eftir ýmsa listamenn og tónlistarmenn.

Fyrir frekari upplýsingar um hátíðina og dagskrá, sjá Sequences myndlistarhátíð

Með leyfi listamannsins og Gavin Brown Enterprise, New York/Róm

No responses yet

Tónlist og lestur á Töfrafjall

sep 20 2017 Published by under Uncategorized

Leiðangurinn á Töfrafjallið býður til þriðju og síðustu kvöldvöku í Nýlistasafninu, Tónlist og lestur á Töfrafjalli, fimmtudaginn 21. september kl: 20.00.

Lesarar:
Brynja Cortes Andrésdóttir
Eiríkur Guðmundsson
Laufey Jensdóttir
Sturla Sigurðarson
Þórhallur Eyþórsson
&
Tónskáld:
J. S. Bach [1685- 1750]
M. de Falla [1876- 1946]
F. Schubert [1797- 1828]
G. Verdi [1813- 1901]
R. Wagner [1813- 1883]

Léttar veitingar verða í boði.

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

Í tengslum við sýninguna í Nýlistasafninu hefur leiðangurinn þá staðið fyrir þremur kvöldvökum:

Fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 – Listamaðurinn sem miðill.
Fimmtudaginn 14. september kl. 20:00 – Kortagerð og þýðingar.
Fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 – Tónlist af Töfrafjalli.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Hótel Holt, Seglagerðinni Ægi, Neskirkju, Háskóla Íslands, Eimskip, Epal, Slippfélaginu, Þýska sendiráðinu, Haugen gruppen ehf. og Ölgerðinni

No responses yet

Nýlistasafnið tekur þátt í Flotilla, Kanada

sep 15 2017 Published by under Uncategorized

From the 21st to 24th of September 2017 The Living Art Museum will gather with like minds in the east coast of Canada to participate in Flotilla / Flotille, a biennial gathering of Canadian artist-run centres hosted by Atlantis.

Taking place in Charlottetown, PEI, the biennial brings together a community of curators, thinkers, artists, and cultural workers to consider the flexible, responsive, and provisional forms of organization that are increasingly necessary for the sustained evolution of contemporary artist-run culture.

Associate Director Elín Þórhallsdóttir, along with artists Una Margret Arnadottir and Örn Alexander Amundason will present performing archive on-site and consider the role of the artist in collecting and archiving the performance medium and the The Living Art Museum´s performance archive.

Akin to The Living Art Museum´s long and sometimes nomadic history, the mobile performing archive explores shifts in contemporary archives. A depository for social memory, oral history, experience and live, time-based practice, performing archive replicates the preserved parallel history of the local art scene in Iceland found in the museum. Evolving boxes appear and embody performance, like companions to the original, and are a catalyst for questions such as: What kind of dialogue, language, tools and equipment are necessary for collecting performance in artist-run museums? Is it possible to occupy and convey the “performance moment” in a certain environment through archival material? Also what evidence should remain? How should the process include the artist? What is revealed about museums and institutions in their attempts to collect performance? And what can be done with this material? In confronting this investigation with artists Una Margret Arnadóttir and Örn Alexander Ámundason, performing archive directs attention to the momentary nature of the medium.

Una Margrét Árnadóttir is a visual artist based in Reykjavik, Iceland. She graduated from Malmö Art Academy in Sweden in 2013, since then she has participated in various exhibitions for example in Iceland, Europe and Egypt.

Örn Alexander Ámundason is a visual artist from Reykjavik, Iceland. He finished his studies from Malmö Art Academy in 2011. Since then he has exhibited in Iceland, USA, Germany and the Nordic Countries to name a few.

Flotilla / Flotille is the first transnational gathering focusing on nomadic and temporary elements of contemporary artist-run culture in Atlantic Canada. Participants from around the world will work alongside regional artists and practitioners to re-imagine artist-run culture in a series of public exhibitions, events and discussions in and around Charlottetown, PEI. Taking inspiration from a nautical metaphor of boats banded together in open water, Flotilla / Flotille speaks to the shifting tides within cultural practice: ideas of nomadism, isolation, transition, exchange, and innovation.

Follow The Living Art Museum´s activity at the biennial here

No responses yet

Kortagerð & þýðingar

sep 12 2017 Published by under Uncategorized

Leiðangurinn á Töfrafjallið býður til kvöldvöku í Nýlistasafninu, Kortagerð & þýðingar – fimmtudaginn 14. september kl: 20.00.

Haraldur Erlendsson – ræðir efni kvöldsins
&
Max Frisch [1911- 1991] – Der Mensch erscheint im Holozän / Loftslag

Þýðing og lesari : Jón Bjarni Atlason

Léttar veitingar verða í boði

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

Í tengslum við sýninguna í Nýlistasafninu mun leiðangurinn standa fyrir þremur kvöldvökum:

Fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 – Listamaðurinn sem miðill.
Fimmtudaginn 14. september kl. 20:00 – Kortagerð og þýðingar.
Fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 – Tónlist af Töfrafjalli.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Hótel Holt, Seglagerðinni Ægi, Neskirkju, Háskóla Íslands, Eimskip, Epal, Slippfélaginu, Þýska sendiráðinu, Haugen gruppen ehf. og Ölgerðinni

No responses yet

Listamaðurinn sem miðill

sep 04 2017 Published by under Uncategorized

Leiðangurinn á Töfrafjallið býður til fyrstu kvöldvökunnar í Nýlistasafninu, Listamaðurinn sem miðill – fimmtudaginn 7. september kl: 20.00.

Gísli Magnússon – ræðir efni kvöldsins
og
Edith Södergran [1892- 1923] – Landið sem ekki er til…

Lesarar: Soffía Bjarnadóttir / Marloes Antje Robijn
Þýðing: Njörður P. Njarðvík

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

Í tengslum við sýninguna í Nýlistasafninu mun leiðangurinn standa fyrir eftirfarandi atburðum:

Fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 – Listamaðurinn sem miðill.

Fimmtudaginn 14. september kl. 20:00 – Kortagerð og þýðingar.

Fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 – Tónlist af Töfrafjalli.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Hótel Holt, Seglagerðinni Ægi, Neskirkju, Háskóla Íslands, Eimskip, Epal, Slippfélaginu, Þýska sendiráðinu, Haugen gruppen ehf. og Ölgerðinni

No responses yet

Joan Jonas, heiðurslistamaður Sequences VIII, sýnir í Nýlistasafninu

ágú 29 2017 Published by under Uncategorized

Sequences VIII

Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík milli 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir 21 innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni verður Joan Jonas heiðurslistamaður hátíðarinnar og heldur einkasýningu í Nýlistasafninu.

Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk, vídeólist og myndlist í almenningsrými. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem haldin er annað hver ár og spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarfólk, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla.

Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Nýlistasafnsins og Kling & Bang. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina.

Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York.

Elastic Hours

Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota hann sem efnivið í verkum sínum; hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna.

Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn.

Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðarbundins birtustigs og óblíðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur.

Joan Jonas, heiðurslistamaður hátíðarinnar

Síðan á sjötta áratugnum hefur Joan Jonas (f. 1936, New York, býr og starfar í New York) skapað frumleg og byltingarkennd verk í marga miðla, sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar hún saman leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr og vídeó/myndvörpun. Stoðir þeirra eru flöktandi sjálfsmyndir, frásagnartákn og -þræðir en hafna línuleika fyrir hina tvíræðnu og brotakenndu sögu.

Jonas er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún notaði Portapak kvikmyndavélar árið 1970 til að kanna tilfærsluna frá myndavélinni til vörpuninnar til líkamans og hins lifandi rýmis. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas oft starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.

Á Sequences VIII mun Jonas vera með einkasýningu í Nýlistasafninu, þar sem úrval verka frá mismunandi tímabilum ferils hennar verða til sýnis – allt frá fyrstu vídeóverkum hennar Wind (1968) og Song Delay (1973) til nýrra verka stream or river or flight or pattern (2016/2017), verk sem hún hefur unnið frá nýlegum ferðum sínum um Feneyjar, Singapore, Nova Scotia og Víetnam.

Jonas mun einnig halda tilraunakenndan fyrirlestur í Tjarnarbíói sunnudaginn 8. október, þar sem nýtt samstarf við Maríu Huld Markan, tónskáld og tónlistarmann, verður kynnt til sögunnar.

Mynd: Joan Jonas, Song Delay, 1973, stilla úr kvikmynd. © 2017 Joan Jonas / Artists Rights Society (ARS), New York.

Skipuleggjendur: Nýlistasafnið, Kling & Bang og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar standa að Sequences og í ár stýrir Margot Norton, sýningarstjóri The New Museum í NY, í samvinnu við Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur að skipulagi hátíðinnar ásamt meðlimum stjórnar Sequences.

Bakhjarlar: Sequences nýtur stuðnings Myndlistarsjóðs, Reykjavíkurborgar, Promote Iceland, Iceland Naturally og hinar alltumlykjandi, orkumiklu samvinnu listamanna.

Myndlistarmenn

– Helena Aðalsteinsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Amsterdam)

– Birgir Andrésson (f. 1955 Vestmannaeyjar, d. 2007 Reykjavík)

– Hildigunnur Birgisdóttir (f. 1980 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Amsterdam)

– Elín Hansdóttir (f. 1980 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– David Horvitz (f. 1982 Los Angeles. Býr og starfar í Reykjavík) í samstarfi við Jófríði Ákadóttur (f. 1994 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Anna K.E. (f. 1986, Tbilisi, Georgía. Býr og starfar í New York og Düsseldorf) og Florian Meisenberg (f. 1980, Berlín. Býr og starfar í New York og Düsseldorf)

– Alicja Kwade (f. 1979 Katowice, Pólland. Býr og starfar í Berlín)

– Florence Lam (f. 1992 Vancouver, Kanada. Býr og starfar í Reykjavík)

– Nancy Lupo (f. 1983 Flagstaff, Arizona. Býr og starfar í Los Angeles)

– Sara Magenheimer (f. 1981 Philadelphia, Pennsylvania. Býr og starfar í New York)

– Rebecca Erin Moran (f. 1976 Greeley, Colorado. Býr og starfar í Reykjavík)

– Eduardo Navarro (f. 1979 Buenos Aires. Býr og starfar í Buenos Aires)

– Ragnar Helgi Ólafsson (f. 1971 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

– Roman Ondák (f. 1966 Žilina, Slóvakía. Býr og starfar í Bratislava)

– Habbý Ósk (f. 1979 Akureyri. Býr og starfar í New York)

– Agnieszka Polska (f. 1985 Lublin, Pólland. Býr og starfar í Berlín)

– Aki Sasamoto (f. 1980 Yokohama, Japan. Býr og starfar í New York)

– Cally Spooner (f. 1983 Ascot, England. Býr og starfar í Reykjavík, London og Aþenu)

– Una Sigtryggsdóttir (f. 1990 Reykjavík. Býr og starfar í Reykjavík)

No responses yet

Útvarp Töfrafjall

ágú 07 2017 Published by under Uncategorized

Leiðangurinn á Töfrafjallið kynnir í samstarfi við Nýlistasafnið Útvarp Töfrafjall röð útvarpsþátta sem birtast daglega frá 7. – 21. ágúst.

Niður af fjallinu berst hlustendum milliliðalaust dagana 7- 21 ágúst, 2017.

Hver þáttur er endurvarp af uppsprettum sálarlífsins – hér finnur þú eitthvað sem þú saknar.

Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð & Unnar Örn J. Auðarson.

Höfundar og þýðendur: Edith Södergran/Njörður P. Njarðvík, Friedrich Nietzsche/Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson, Undína, Sigfús Daðason, Guðbergur Bergsson, Thomas Mann/Gauti Kristmannsson, Kristján Árnason, Teresa frá Avíla/Birna Bjarnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Kristín Ómarsdóttir, Dante Alighieri/Erlingur E. Halldórsson, Stefan Zweig/Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason, Guttormur J. Guttormsson.

Lesarar: Steingrímur Eyfjörð, Karlotta Blöndal, Haraldur Jónsson, Gauti Kristmannsson, Unnar Örn Auðarson.

Kynnir: Birna Bjarnadóttir.

No responses yet

Síðasta reykkvöld HAPPY PEOPLE

júl 26 2017 Published by under Uncategorized

HAPPY PEOPLE
Reykkstofa eftir Arnar Ásgeirsson

Let´s come together, let´s enjoy.
Let´s inhale, deep into our lungs.
Exhale into space, and then take a moment to contemplate.

Ekki missa af síðasta reykkvöldinu þann 27. júlí.

Næstkomandi fimmtudagskvöld býðst gestum að reykja verk eftir Darra Lorenzen (IS), Gustav Wideberg (SE), Juan-pedro Fabra Guemberena (UY/SE), Yaima Carrazana (CU) & Yazan Khalili (PS)

REYKDAGSKRÁ
29 júní – Hrafnhildur Helgadóttir (IS), Mehraneh Atashi (IR), Eggert Pétursson (IS), Loidys Carnero (CU), Hreinn Friðfinnsson (IS)
6. júlí – David Bernstein (US), Brynhildur Þorgeirsdóttir (IS), Geirþrúður Einarsdóttir (IS), Gylfi Sigurðsson (IS), Anna Hrund Másdóttir (IS), Guðmundur Thoroddsen (IS)
13. júlí – Lars TCF Holdhus (NO), Yosuke Amemiya (JP), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) Žilvinas Landzbergas (LT), Eloise Bonneviot (FR)
20. júlí & 27. júlí – LOKA REYKSEREMÓNÍA
Darri Lorenzen (IS), Gustav Wideberg (SE), Juan-pedro Fabra Guemberena (UY/SE), Yaima Carrazana (CU), Yazan Khalili (PS)

Á meðan fírað verður upp í pípunum í síðasta sinn munu listamennirnir Ásta Fanney Sigurðardóttir, Gunnar Gunnsteinsson og Steinunn Eldflaug Harðardóttir flytja eigin verk frá 18 – 21.

Endilega kíkið við í vikunni á sýninguna HAPPY PEOPLE sem býður uppá úrval listaverka sem hafa verið sköpuð fyrir þig til að eiga við og njóta.

Sýningin stendur til 30. júlí

No responses yet

Starfsnám á Nýlistasafninu fyrir árið 2018

júl 11 2017 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið vill þakka öllum þeim sem sýnt hafa áhuga á starfsnámi hjá safninu!

Búið er að ráða í allar stöður starfsnema árið 2017. Við hvetjum þá sem áhuga hafa á starfsnámi 2018 að sækja um.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starf hjá Nýlistasafninu og hvað umsækjandi vill fá út úr starfsnáminu.

Vinsamlegast sendið umsóknir á nylo@nylo.is.

No responses yet

HAPPY PEOPLE – Reykkvöld á fimmtudögum

jún 28 2017 Published by under Uncategorized

Verið velkomin á fyrsta Reykkvöldið á sýningunni Happy People í Nýlistasafninu, milli kl. 18 – 21

Fimmtudagskvöldið 29. júní verður gestum boðið að reykja myndlist eftir Hrafnhildi Helgadóttur, Mehraneh Atashi, Eggert Pétursson, Loidys Carnero og Hrein Friðfinnsson.

Í móðu og mekki óma seiðandi tónar Steingríms Teague og Kokteileðlunnar!

Grafík eftir Arnar Ásgeirsson (IS) og Michel Keppel (NL).

REYKDAGSKRÁ
29 júní – Hrafnhildur Helgadóttir (IS), Mehraneh Atashi (IR), Eggert Pétursson (IS), Loidys Carnero (CU), Hreinn Friðfinnsson (IS)
6. júlí – David Bernstein (US), Brynhildur Þorgeirsdóttir (IS), Geirþrúður Einarsdóttir (IS), Gylfi Sigurðsson (IS), Anna Hrund Másdóttir (IS), Guðmundur Thoroddsen (IS)
13. júlí – Lars TCF Holdhus (NO), Yosuke Amemiya (JP), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) Žilvinas Landzbergas (LT), Eloise Bonneviot (FR)
20. júlí & 27. júlí – LOKA REYKSEREMÓNÍA
Darri Lorenzen (IS), Gustav Wideberg (SE), Juan-pedro Fabra Guemberena (UY/SE), Yaima Carrazana (CU), Yazan Khalili (PS)

Sýningin HAPPY PEOPLE býður uppá úrval listaverka sem hafa verið sköpuð fyrir þig til að eiga við og njóta.

Dularfullum skúlptúrum hefur verið komið fyrir í framúrstefnulegum vatnspípum og bíða þess að þú komir og reykir þá. Neytir þeirra og andir þeim að þér með ávaxtakeim. Reykingasermóníurnar eru tilraunir til að njóta listar á nýjan hátt.

Vikulega verður verkum í pípunum skipt út og með því myndast flæðandi hringrás í rýminu.

Á hverri reykingasermóníu verður dagskrá lifandi gjörninga og viðburða.

No responses yet

Ársfundur Nýlistasafnsins 2017 – ný stjórn

jún 07 2017 Published by under Uncategorized

Ársfundur Nýlistasafnsins var haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 17:30 í Marshallhúsinu.

Fundarstjóri var Hildigunnur Birgisdóttir og ritari Heiðar Kári Rannversson. Samtals voru mættir 26 félagsmenn á fundinn með núverandi stjórn.

Átta nýjir fulltrúar voru teknir inn í Nýlistasafnið; Hildur Henrýsdóttir, Steinunn Marta Önnudóttir, Elín Þórhallsdóttir, Birkir Karlsson, Sam Reese, Bára Bjarnadóttir, Amanda Riffo og Marina Rees.

Kosið var bæði í aðalstjórn og varastjórn

Þorgerður Ólafsdóttir heldur áfram sem formaður, ásamt henni í aðalstjórn sitja nú Anna Líndal, Birkir Karlsson, Kristín Rúnarsdóttir og Sam Rees.

Í varastjórn sitja Bára Bjarnadóttir, Claudia Hausfeld og Þóranna Björnsdóttir.

Í aðalstjórn 2015 – 2017 sátu Þorgerður Ólafsdóttir sem formaður, Claudia Hausfeld, Logi Bjarnason, Rebecca Erin Moran og Þóranna Björnsdóttir.

í varastjórn 2016 – 2017 sátu Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Heiðar Kári Rannversson og Sindri Leifsson

Nýlistasafnið þakkar fráfarandi stjórnarliðum kærlega fyrir vel unnin störf.

Bæði ársreikninga og skýrslu má finna hér á heimasíðu Nýlistasafnins.

No responses yet

Rolling Line – Leiðsögn á hvítasunnudag

jún 02 2017 Published by under Uncategorized

Opin leiðsögn um Rolling Line

– hvítasunnudagur, 4. júní kl. 16:00 – 16:30
– Nýlistasafnið, 2. hæð, Marshallhúsið
– Grandagarður 20, 101 RVK

Það verður opið í Nýlistasafninu um hvítasunnuhelgina og í tilefni af nýrri útgáfu um Ólaf Lárusson verður opin leiðsögn um sýninguna Rolling Line á sunnudaginn. Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins og annar af sýningarstjórum Rolling Line, tekur á móti gestum milli klukkan kl. 16:00 – 16:30

Leiðsögnin er ókeypis og opin öllum.

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn.

Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama ár þar sem honum var boðið að kenna kvikmyndagerð við Deild í mótun, nýja deild innan MHÍ, sem seinna var nefnd Nýlistadeild.

Ólafur var einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins og var stórtækur í framgangi gjörningalistar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í viðleitni til að draga upp heildræna mynd af afkastamestu árum listamannsins.

Á sýningunni eru verk eftir Ólaf í eigu Nýlistasafnsins, einnig Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Safnasafninu og Listasafni ASÍ, ásamt ótal verkum sem safnarar, vinir og vandamenn Ólafs, hafa góðfúslega lánað á sýninguna.

No responses yet

Nýlistasafnið gefur út bókina Án titils / Untitled

maí 26 2017 Published by under Uncategorized

Án titils / Untitled
Ólafur Lárusson

Ritstjórn: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Hönnun: Studio – Studio
(Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir)
Þýðing: Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Becky Forsythe
Próförk: Auður Aðalsteinsdóttir, Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Elin Thordarson
Val á heimildum úr arkífi Ólafs Lárussonar: Þorgerður Ólafsdóttir & Becky Forsythe
Aðrar ljósmyndir: Vigfús Birgisson, Listasafn Íslands
íslenska / enska
Prentun: ODDI
184 bls.
230 x 170 mm
Verð: 4.900 ISK
Upplag: 700

Útgáfan er styrkt af Safnaráði, Myndlistarsjóði, Bókmenntasjóði

PANTA BÓK

©
Nýlistasafnið / The Living Art Museum
2017

ISBN 978-9935-24-167-2

Föstudaginn 2. júní mun Nýlistasafnið gefa út bókina Án titils / Untitled sem tekur á verkum og heimildum um starf og framlag myndlistarmannsins Ólafs Lárussonar (1951 – 2014), einum af stofnanda Nýlistasafnins.

Bókin kemur út í framhaldi sýningarinnar Rolling Line sem stendur yfir í Marshallhúsinu fram til 11. júní.

Bókin Án titils inniheldur mikið magn myndefnis og heimilda frá vinnustofu Ólafs Lárussonar sem safninu var ánafnað síðastliðið ár frá fjölskyldu listamannsins. Í bókinni, sem er bæði á íslensku og ensku, er texti eftir Halldór Björn Runólfsson og viðtöl við vini Ólafs og samtímamenn. Þ.á.m. Hrein Friðfinnsson, Hildi Hákonardóttur, Kees Visser, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Rúrí, Sigurð Guðmundsson og Þór Vigfússon. Í bókinni kemur einnig fyrir rödd listamannsins en brot úr viðtölum við Ólaf koma víða við ásamt krónólógíu yfir ævi listamannsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem gefin er út bók um verk og feril Ólafs Lárussonar.

Ritstjórar bókarinnar eru Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe, hönnun og uppsetning er í umsjón Studio – Studio, Arnars Freys Guðmundssonar og Birnu Geirfinnsdóttur.

Við vonum að með þessari útgáfu og sýningu á verkum og heimildum, sem spanna þó aðeins áratug af framlagi Ólafs til listarinnar, hafi þessum góða listamanni og félaga verið gerð betri skil.

,,Listaverk Ólafs hrífa okkur með sér á vit ævintýra og sagna, upp á heiði og út í móa. Ólafur var blátt áfram í list sinni og leitaðist við að brjóta hina hefðbundnu miðlaumgjörð svo verkin sjálf fengu vængi. Svo virðist sem málverkið hafi alla tíð verið honum eðlislægt þótt hann hafi varið nær öllum starfsferlinum í að spyrna gegn þeirri hvöt. Listaverkin sem endurspegla þá glímu eru því gjarnan hvað sérstæðust. Þau einkennast af tilraunamennsku og leikgleði og birtast okkur líkt og hending, fugl sem flýgur hratt hjá og fá okkur til að staldra við. Þetta gæti verið ástæðan bak við tímaleysi verka Ólafs og af hverju þau hrífa okkur jafn sterkt í dag og fyrir 40 árum.

Ef rýnin er ekki stöðug og virk verður sagan flöt og einsleit. Fyrir utan að safna samtímalist er eitt af helstu hlutverkum Nýlistasafnsins að skrásetja ákveðna anga sögunnar sem annars er hætt við að glatist. Með það að leiðarljósi varðveitir Nýlistasafnið efni úr vinnustofu Ólafs Lárussonar, listamanns sem á tilkall til mikilvægs kafla úr sögu og þróun myndlistar á Íslandi.

Ferðalaginu lýkur hérna í bili. Fyrir rúmum 40 árum stóð Ólafur uppi á brekku í fjarska, miðaði á okkur teygjubyssu og skaut hátt til lofts. Yfir fiðraðar mosabrekkur og svarthvítan regnboga. Við göngum inn í stóran, hvítan sal og yfir okkur rignir fíflavöndum og rósum. Á milli trjánna finnum við mörkin milli litskrúðs leikgleðinnar og svarthvítrar endurómunar. Það sem eftir stendur þegar allir trélitirnir í kassanum hafa klárast.“

No responses yet

Opnunartímar í Breiðholti í sumar

maí 17 2017 Published by under Uncategorized

Í sumar verður sýningarsalur Nýlistasafnsins í Breiðholti opinn annan hvern miðvikudag frá 10 til 14 frá og með 24. maí.

Dagsetningarnar eru:

24. maí, 7. júní, 21. júní , 5. júlí, 19. júlí, 2. ágúst, 16. ágúst og 30. ágúst

Einnig verður opið eftir samkomulagi.

Gestir eru hvattir til að nýta tækifærið og sjá sýninguna YFIRLESTUR, en á henni er áhersla lögð á bókverk í eigu safnsins og jafnframt sérstök einkenni miðilsins. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

Þó að Nýlistasafnið hafi flutt aðalsýningar-aðstöðu sína og skrifstofu í Marshallhúsið að Grandagarði og nemendagallerí LHÍ RÝMD hafi verið flutt í húsnæðið í Völvufelli, hýsir Völvufell enn safneignina og verkefnarými þar sem skólum og öðrum hópum er gefið tækifæri á að heimsækja safnið, auk þess sem þar eru veitt tækifæri til rannsókna.

Frekari upplýsingar um skólaheimsóknir og sýningarleiðsagnir, ýtið hér.

Fyrir nánari upplýsingar og fyrirspurnir um sérstakan opnunartíma, vinsamlegast hafið samband á archive@nylo.is.

Vinsamlegast athugið að gott er að senda sérstakar beiðnir með fyrirvara svo hægt sé að uppfylla þær. Við gerum okkar besta til að uppfylla allar beiðnir.

Nýlistasafnið í Breiðholti er að Völvufelli 13-21, 111 Reykjavík.

No responses yet

Safnadagurinn 2017: Tilraun til að skilgreina verk Ólafs Lárussonar innan samhengis listasafna

maí 16 2017 Published by under Uncategorized

Er þetta ljósmynd?
Er þetta gjörningur?

Tilraun til að skilgreina verk Ólafs Lárussonar innan samhengis listasafna

Verið hjartanlega velkomin á opna hádegisleiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn í Nýlistasafninu, fimmtudaginn 18. maí kl.12:00!

Safnið verður opið eins og vanalega til kl. 21:00 á fimmtudögum.

Becky Forsythe, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins og annar sýningastjóri Rolling Line, tekur á móti gestum og leiðir samtal um sýningu og verk listamannsins Ólafs Lárussonar. Á leiðsögninni mun Becky fjalla um eðli og náttúru verka Ólafs, vinnuferli og hvernig hann nýtti ólíka miðla við gerð verka sinna og hvernig stofnun eins og listasafn, tæklar þá áskorun að flokka listaverk Ólafs.

Gestir munu einnig fá innsýn inn í framlag Ólafs til íslenskrar myndlistarsenu. Ljósmyndaverk og gjörningar úr heimildarsafni listamannsins verða sérstaklega tekin fyrir þar sem það efni hefur varpað fram skýrari mynd á umfang, eðli og miðlanotkun Ólafs.

Leiðsögnin er ókeypis, opin öllum og fer fram á ensku. Við hlökkum til að sjá ykkur í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu að Grandagarði 20, 101 Reykjavík kl. 12:00!

“Ólafur Lárusson initially used photography as a recording device, a way of documenting his performance art – although on occasion photography was a more integral element of these performances or environments. His later involvement with photography has, however, effectively subverted this use of the medium.

Now, the photograph functions not as witness, but as the very space within – or upon – which the performance takes place”. (Jan-Erik Lundström, Evrópsk Ljósmyndun, 1988)

No responses yet

Joi de vivre! Nýlistasafnið lánar verk eftir Dieter Roth til Safnasafnsins 2017

maí 10 2017 Published by under Uncategorized

Safnasafnið opnar að nýju eftir veturinn laugardaginn 13. maí kl. 14:00!

Sýningarnar árið 2017 eru unnar í samstarfi við fjölmarga listamenn, Nýlistasafnið (The Living Art Museum), Listahátíðina List Án Landamæra, Grenivíkurskóla, Leikskólann Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðseyri.

Safnið er opið alla daga frá klukkan 10.00 – 17.00 frá 14. maí til 3. september 2017.

Meðal sýninga þetta árið er uppsetning á verkum eftir listamanninn Dieter Roth þar sem lögð er áhersla á hið barnslega í verkum hans, uppátæki, myndir sem hann teiknaði með báðum höndum samtímis og rýnt er í sjálfsmyndir hans.Til að varpa skýrari ljósi á innihald sumra verkanna var afráðið að kynna gifsdýr eftir nemendur yngstu bekkja Grenivíkurskóla, og slá áfram þann barnslega tón sem sumum finnst þeir heyra óm af í verkum Dieters Roth.

Á sýningunni eru verk í eigu Safnasafnsins sem og 27 verk sem fengin voru að láni frá Nýlistasafninu.

Sýningar Safnasafnsins þetta árið eru tíu talsins, meðal listamanna sem sýna verk í ár eru;
Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir. Hún sýnir verkið Flæðilína sem unnið er sérstaklega fyrir Safnasafnið og tileinkað stofnendum þess. Birta Gudjonsdottir sýnir verk sitt Táknskilning og er unnið sem leið til aukinnar skynjunar á tengslum tákna, táknhelgi og líkamans.
Harpa Björnsdóttir sýnir verkið FÓRN.
Sýning Sigríðar Ágústsdóttur og Ragnheiðar Þóru Ragnarsdóttur ber nafnið Vorlaukar og sýna þær leirverk, málverk og ljósmyndir.
Matthías Rúnar Sigurðsson & Þorvaldur Jónsson eru af yngstu kynslóð myndlistarmanna og eru báðir úr Reykjavík. Á sýningu þeirra er stillt saman höggmyndum úr íslensku grágrýti og litríkum málverkum á krossvið.

Í bókastofu Safnasafnsins eru að þessu sinni sýnd verk úr safneign. Hulda Vilhjálmsdótti sýnir málverk, teikningar, bókverk og keramik, en auk þess eru myndverk eftir Erlu Þórarinsdóttur, Bjargeyju Ingólfsdóttur og Hálfdán Björnsson.

Safnasafnið var stofnað árið 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og er staðsett við Svalbarðsströnd í Eyjafirði.

Í safneigninni eru verk eftir 323 sjálfmenntaða og lærða listamenn en í heild telur safneignin rúmlega 6.000 listaverk. Innan safnsins er einnig sérstök safndeild, Kikó Korriró-stofa, en þar eru varðveitt um 120-130.000 verk eftir Þórð Guðmund Valdimarsson.

Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna og sýna jöfnum höndum list eftir leikna sem lærða og má líta mikla breidd á sýningum safnsins. Á safninu er alþýðulist sem og framsækin nútímamyndlist sýnd án aðgreiningar en sú stefnumörkun sem safnið setur sér snýst um gæði og einlægni

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu safnsins www.safnasafnid.is
Fyrirspurnir í síma 461-4066 / safngeymsla(at)simnet.is

No responses yet

Rolling Line – Leiðsögn á sumardaginn fyrsta

apr 19 2017 Published by under Uncategorized

Opin leiðsögn um Rolling Line

– Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00
– Nýlistasafnið, 2. hæð, Marshallhúsið
– Grandagarður 20, 101 RVK

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna Rolling Line með verkum eftir Ólaf Lárusson í Marshallhúsinu, á sumardaginn fyrsta.

Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins og annar af sýningarstjórum Rolling Line, verður með leiðsögn um sýninguna á fyrsta degi sumars, fimmtudaginn 20. apríl, klukkan 20:00.

Leiðsögnin er ókeypis og opin öllum.
Happy Hour tilboð á Marshall Restaurant & Bar verða fram til klukkan 21:00.

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn.

Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama ár þar sem honum var boðið að kenna kvikmyndagerð við Deild í mótun, nýja deild innan MHÍ, sem seinna var nefnd Nýlistadeild.

Ólafur var einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins og var stórtækur í framgangi gjörningalistar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í viðleitni til að draga upp heildræna mynd af afkastamestu árum listamannsins.

Á sýningunni eru verk eftir Ólaf í eigu Nýlistasafnsins, einnig Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Safnasafninu og Listasafni ASÍ, ásamt ótal verkum sem safnarar, vinir og vandamenn Ólafs, hafa góðfúslega lánað á sýninguna.

No responses yet

Vídeókvöld með Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay

apr 03 2017 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin að sjá vídeóverk eftir listamennina Duncan Campbell, Rachel MacLean og Beagles & Ramsay, í eina kvöldstund, fimmtudaginn 6. apríl milli kl. 20:00 – 21:00.

John Beagles & Graham Ramsay verða viðstaddir viðburðinn og munu halda stutt erindi um tilurð samstarf listamannanna ásamt því að svara nokkrum spurningum að sýningunn lokinni.

Nú þegar verulegulegar pólitískar breytingar eru í vændum og mikil óvissa ríkir í Bretlandi, mun þessi einnar nætur vörpun leiða saman þrjá listamenn sem búa í Skotlandi og vinna m.a. með vídeó.

Verkin sem sýnd verða á fimmtudagskvöldið, skoða vissa þætti stjórnmála og sjálfsmyndar þjóðar á tímamótum, ásamt því að rannsaka einstaka og sameiginlega þætti áhrifa og valds. Sum verkanna eru beint inngrip í sögulega og pólitíska orðræðu, á meðan önnur leggja fram annarskonar tilgátur og fara með áhorfendur í óvænt ferðalag.

DUNCAN CAMPBELL sýnir verkið Bernadette (2008, 37 mín), sem fjallar Bernadette Devlin, sósíalistann og fyrrum þingmann Norður-Írlands á 7. og 8. áratugnum.

Campbell vinnur á margvíslega hátt, meðal annars setur hann saman frásagnir sem minna á heimildamyndir úr heimildar/ fundnu myndefni. Hann byggir oft upp mynd af opinberum aðilum, með fundnu efni ásamt myndbrotum sem hann tekur upp sjálfur. Í myndum sínum, hefur Campbell meðl annars rannsakað efni og fólk í nánum tengslum við Norður-Írland og félagslega og pólitíska sögu landsins, þannig varpar hann fram annarri sýn á efnið sem almennt er ekki fjallað um í fjölmiðlum.

Árið 2013 sýndi Campbell fyrir hönd Skotlands á 55. Feneyjartvíæringnum og vann hin mikilsvirtu Turnerverðlaun árið 2014.

RACHEL MACLEAN sýnir verkið The Lion og Unicorn (Ljónið & Einhyrningurinn, 12mins), frá árinu 2012. Myndin er innblásin af landvættum Bretlands þar sem hið rauða ljónið táknar England og einhyrningurinn Skotland sem prýða skjaldarmerki eyjarinnar.

Ofurmettaðir, nammi-litaðir myndheimar kvikmynda Rachel MacLean eru búnir til með hjálp green screen tækni. Heimarnir eru uppfullir af furðufígúrum – hver og ein leikin af Maclean – þær eru innblásnar af ævintýrum, hryllingsmyndum og hæfileikaþáttum í sjónvarpi og eru beitt ádeila á menningu samtímans.

Rachel Maclean fer fyrir hönd Skotlands á Feneyjartvíæringinn í ár.

BEAGLES & RAMSAY sýna verkið Molar (5:35 mín, 2014) þar sem nett sljóvguð rödd leiðir áhorfendur gegnum myndina. Eigandi raddarinnar virðist þjást af eftirstöðum erfiðrar tannviðgerðar og sem og heilavirknin sjálf fer hrakandi.

John Beagle og Graham Ramsay hafa unnið saman sem tvíeykið Beagles & Ramsay síðan 1996. Verk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi, þar á meðal Feneyjatvíæringnum; MoMA PS1, New York; the Migros Museum, Zurich, the New Museum of Contemporary Art, New York; the ICA, London; og á Rotterdam International Film Festival. Þeir hafa einnig verið sýningarstjórar fjölda sýninga á undanförnum tuttugu árum.

Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum

No responses yet

Sequences myndlistarhátíð fagnar 10 ára afmæli

nóv 15 2016 Published by under Uncategorized

Listahátíðin Sequences fagnar 10 ára afmæli hátíðarinnar laugardaginn 19. nóvember næstkomandi og býður alla velkomna til hátíðarhalda af því tilefni!

Hátíðarhöld hefjast kl. 12:45 í Listasafni Íslands þar sem Margot Norton sem nýlega var útnefnd sýningarstjóri næstu hátíðar mun flytja stutt ávarp, kynna áherslur næstu hátíðar og tilkynna um heiðurslistamann, en hefð er fyrir því að tilnefndur sé heiðurslistamaður Sequences fyrir hverja hátíð. Þá mun hún einnig segja frá verki David Horvitz Let Us Keep Our Own Noon sem verður til sýnis í Listasafni Íslands fram að vetrarsólstöðum 21. desember.

Verkið samanstendur af 47 bjöllum sem steyptar voru upp úr franskri bronskirkjuklukku frá 1742. Þegar sólin er hæst á lofti, sem verður kl. 13:13 þennan dag, býðst áhorfendum að taka sér bjöllu, hringja henni og taka hana með sér á göngu út úr safninu og hringja inn sitt eigið hádegi áður en þeir skila bjöllunum aftur á sinn stað. Boðið verður upp á glæsilega afmælistertu í safninu sem stjórnarmenn hátíðarinnar eiga veg og vanda að.

Þaðan verður haldið í Mengi þar sem fram fer opin skúlptúrkeppni og Rebecca Moran sýnir nýlegt verk og DJ Tilfinninganæmur (Ragnar Kjartansson) leikur létta stemmningsmúsík. Gif hreyfimyndir eftir hóp listamanna sem Hildigunnur Birgisdóttir hefur valið koma við sögu og dagskránni lýkur með opnun hljóðinnsetningarinnar Dagrenning að eilífu eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem standa mun fram að næstu Sequences hátíð, haustið 2017. Upplýst verður um staðsetninguna á afmælisdaginn.

Um leið og þessi dagskrá fagnar afmæli Sequences er hún nokkurs konar brú yfir í næstu hátíð. Listamennirnir sem sýna verk sín eru t.d. allir sýnendur á næstu hátíð og er þátttaka sýningarstjórans til marks um metnað hennar og áhuga á að mynda sterk tengsl við íslenska listasenu og listamenn og kynna sér menningarlíf borgarinnar vel fyrir framkvæmd hátíðarinnar 2017. Því má segja að þessi dagskrá sé nokkurs konar forspil að stóru hátíðinni.

Sequences myndlistarhátíð hóf göngu sína árið 2006 og hefur verið haldin sjö sinnum. Hátíðin hefur að markmiði að vera vettvangur fyrir framsækna myndlist með sérstaka áherslu á tímatengda miðla á borð við gjörninga, hljóðlist, videólist og listrænar uppákomur. Frá upphafi var lagt upp með að Sequences væri í höndum myndlistarmanna og listamannarekinna stofnana og að þar ríkti andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Sequences veitir almenningi tækifæri á að fá innsýn inn í það sem á sér stað í samtímamyndlist á Íslandi hverju sinni auk þess að leggja upp úr því að vera í tengslum við alþjóðlega listamenn og flytja spennandi verk til landsins.

Bakhjarlar Sequences eru Kling & Bang, Nýlistasafnið og KÍM.

Listasafn Íslands er á Fríkirkjuvegi 7 og Mengi er á Óðinsgötu 2.

Þess má geta að David Horvitz flytur fyrirlestur um verk sín í fyrirlestrarsal myndlistardeildar Listaháskóla Íslands í Laugarnesvegi 91 kl. 13 föstudaginn 18. nóvember. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

No responses yet

Sýningarstjóri næstu Sequences kynntur til leiks og hátíðin fagnar 10 ára afmæli 19. nóvember

okt 24 2016 Published by under Uncategorized

10 ára afmælishátíð Sequences fer fram laugardaginn 19. nóvember 2016 og eru allir boðnir velkomnir til að taka þátt í hátíðarhöldunum sem hefjast á hádegi.

Það er með mikilli gleði að stjórn Sequences tilkynnir að Margot Norton, sýningarstjóri hjá New Museum, mun sýningarstýra Sequences VIII sem haldin verður í október 2017.

Margot verður viðstödd hátíðahöldin og mun kynna heiðurslistamann næstu Sequences hátíðar og veita gestum innsýn inn í hvað við megum búast við í listinni á næsta ári. Nokkrir af listamönnunum sem Margot hefur boðið þátttöku munu koma við sögu á afmælisdeginum.

Allir eru velkomnir og aðgangur endurgjaldslaus, bara kaka og Cava!
Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega.

Margot Norton er sýningarstjóri á New Museum í New York. Þar hefur hún sýningarstýrt einkasýningum með listamönnum á borð við Judith Bernstein, Pia Camil, Sarah Charlesworth, Roberto Cuoghi, Tacita Dean, Ragnar Kjartansson, Chris Ofili, Goshka Macuga, Laure Prouvost, Anri Sala og Erika Vogt auk samsýninganna The Keeper, Here and Elsewhere og NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star. Norton skipulagði yfirlitsýningu á verkum “LLYN FOULKES” sem hefur verið sett upp í the Hammer Museum í Los Angeles, auk þess vann hún að samsýningunum Ghosts the Machine, Chris Burden: Extreme measures og Jim Shaw: The End is Here.

Norton sýningarstýrði Næturvarpi: Náin rafræn kynni, dagskrá myndbandsverka sem var til sýningar á RÚV í upphafi árs 2016. Norton er um þessar mundir að vinna að yfirlitssýningu á verkum Pipilotti Rist: Pixel Forest sem verður til sýningar í New Museum 26. október 2016 – 15. janúar 2017.

Norton var áður aðstoðarsýningarstjóri á Whitney Biennial 2010 og í Whitney Museum of American Art (Drawings Department) í New York. Norton hlaut meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Columbia University, New York. Hún hefur einnig haldið ótal fyrirlestra og gefið út efni um samtímalist.

No responses yet

Reasons to Perform: Opinn Kassi

sep 15 2016 Published by under Uncategorized

Opinn Kassi
Alla föstudaga frá 10. september til 10 desember.

Ákall til listamanna, fulltrúa Nýló, safnara og vina!

Nýlistasafnið í samstarfi við Maju Bekan og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur í tengslum við sýningu þeirra Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer býður listamönnum, fulltrúum Nýló, söfnurum og vinum að opna kassa gjörningararkífsins, gefa í þá og bæta við efni og upplýsingum.

Fyrir sýninguna Reasons to Perform sem stendur yfir í Lifandi Safneign til 11. desember hafa listamennirnir Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Maja Bekan samtvinnað eða unnið útfrá heimildum um gjörninga sem varðveittir eru í Nýlistasafninu. Verkin eru staðbundin (i.e. site specific) textaverk, skúlptúrar og gjörningar.

Sýningin á uppruna sinn í sífelldri rannsókn listamannana og athugun þeirra á tíma, aðlögun, höfundarétt og framleiðni.

Mínútur af mælingum, truflun, takti, hreyfingu verða kynntar inn í gjörningaarkíf Nýló og fluttar af starfsfólki og gestum á opnunatíma sýningarinnar.

Á meðan á sýningunni stendur tekur safnið á móti nýju efni í gjörningaarkífið, frumheimildir og frekari upplýsingar um þá gjörninga sem nú þegar eru varðveittir í safninu, auk þess sem tekið er á móti nýjum gjörningum. Þessi vinna mun eiga sér stað hvern föstudag á meðan á sýningunni stendur á milli klukkan 13:00 – 16:00, eða eftir samkomulagi við safneignarfulltrúa Becky Forsythe gegnum archive(at)nylo.is. Tillögur að og söfnun nýrra gjörninga og heimilda í arkífið verður skoðað í hverju tilfelli fyrir sig, tekið verður tillit til þess efnis sem nú þegar er varðveitt í arkífinu.

Gjörningararkífið á rætur sínar að rekja til ársins 2008, en þá hóf Nýlistasafnið skipulega að skrásetja heimildir um gjörninga og flokka efni tengt gjörningum listamanna. Áður fyrr hafði safnið safnað og varðveitt heimildir um 20 gjörninga frá árunum 1978 – 1981.

Smám saman hafa allskyns heimildir tengdar gjörningum verið bætt við arkífið. Söfnun þessa efnis á sér stað í samtali við listamanninn, með það markmið að rannsaka verk hans/hennar og feril. Einblínt er á staðreyndir sem styðja varðveislu og sérstöðu hvers einstaka gjörnings.

Nýlistasafnið hefur verið einn helsti vettvangur gjörningalistar hér á landi.Markmið arkífsins er að varðveita heimildir um gjörninga og gjörningatengd verk þar sem það.

No responses yet

Nýlistasafninu er ánafnað stórum hluta efnis úr vinnustofu Ólafs Lárussonar myndlistarmanns (1951 – 2014)

sep 10 2016 Published by under Uncategorized

Fjölskylda Ólafs Lárussonar hefur gefið Nýlistasafninu mikið magn efnis úr vinnustofu Ólafs sem spannar tvo áratugi, frá og í kringum 1970 – 1990.

Þ.m.t hluti af persónulegu bókasafni hans, filmusafni, negatífur og upptökur af gjörningum, listaverk, ljósmyndir, skyggnur, sýningarskrár, boðskort, listrænar rannsóknir og tilraunir listamannsins, VHS upptökur, skissur, tillögur að listaverkum í formi teikninga, ljósmynda og verk á hugmyndastigi eða sem aldrei urðu að veruleika.

Nýlistasafnið mun flytja sýningarrými sitt í Marshall húsið út á Granda í byrjun næsta árs ásamt Kling og Bang gallerí og Ólafi Elíassyni. Sýningin, sem jafnframt mun opna nýtt rými safnsins við höfnina, verður yfirlitssýning á verkum Ólafs ásamt heimildum um gjörninga hans sem og öðru efni sem ekki komu fyrir sjónir almennings á meðan hann lifði. Sýningin mun einnig innihalda verk úr safneign Listasafns Íslands og Listasafni Reykjavíkur ásamt verkum í einkaeign, frá vinum og vandamönnum Ólafs sem og söfnurum.

Þorgerður Ólafsdóttir safnstjóri Nýlistasafnsins og Becky Forsythe safneignarfulltrúi safnsins, eru sýningastjórar sýningarinnar sem ber yfirskriftina Rolling Line. Titill sýningarinnar er fenginn úr ljósmyndaverki eftir Ólaf frá árinu 1975 þar sem hann sést fara í kollhnís úti í náttúrunni og vísar í að lína endi alltaf í hring. Titillinn á afar vel við inntak sýningarinnar sem leitast við að varpa ljósi á ákveðið tímabil í vinnu listamannsins; frá því að hann stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands og allt til ársins 1981 þegar hann fór að snúa sér frá ljósmyndinni sem aðal miðli í listsköpun sinni.

Ólafur Lárusson fæddist árið 1951 og ólst upp í Austur – Meðalholtum og Hlíðunum. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands frá 1971 – 1974 og hélt út til Haarlem í Hollandi í kjölfarið þar sem hann útskrifaðist frá Atalier ’63 árið 1976. Ólafur var afar afkastamikill listamaður á 8. – 9. áratugnum og átti stóran þátt í að móta áherslur innan íslenskrar listasenu. Hann var meðal síðustu listamanna sem teknir voru inn í gallerí SÚM og einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins og var fyrsti vísir af safninu geymdur á vinnustofu hans í Mjölnisholti áður en stjórn safnsins fékk aðstöðu á Vatnsstíg 3b árið 1980.

Gjöf úr vinnustofu Ólafs markar ákveðin tímamót fyrir Nýló en er einnig mikilvæg viðbót við listasöguna. Þetta er í fyrsta sinn sem Nýlistasafnið tekur við heimildum sem varpa ljósi á ævi og starf listamanns með viðlíka hætti. Með gjöfinni fundust einnig upptökur frá gjörningi Ólafs, Regnbogi – sem hann sýndi í gallerí SÚM árið 1978 en hafa verið týndar í mörg ár. Á upptökunni má sjá listamanninn skalla og brjóta hangandi glerplötur sem málaðar hafa verið með öllum litum regnbogans, með höfðinu – svo að glerið sveiflast til og frá.

Gjöfin eflir vinnu Nýló við að safna, varðveita og skrá gjörningalist og undirstrikar mikilvægi þess efnis sem ekki er sýnt, heldur verður eftir á vinnustofu listamannsins; hugmyndavinna, ferli og þróun verka og er heimild um áherslur, strauma og stefnur á ákveðnum tíma.

Ólafur lést 4. desember 2014. Hann hefði fagnað 65 ára afmæli sínu í dag þann 10. september og vill því Nýlistasafnið minnast Óla og hans frábæra framlags til íslenskrar listasenu – til hamingju með daginn kæri Óli, fjölskylda og vinir!

No responses yet

Núllið verður heimkynni Pönksafns Íslands

sep 09 2016 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið vill óska nýjum leigjendum að Núllinu, Bankastræti 0, þeim Guðfinni Sölva Karlssyni, Dr. Gunna, Axel Hallkeli Jóhannessyni og Þórdísi Claessen sem saman standa utan um Pönksafn Íslands, til hamingju með nýju aðstöðuna.

Hópurinn er nú að vinna að fyrstu sýningunni sem að kemur til með að opna á Airwaves hátíðinni 2016. Sýningunni er ætlað að rekja sögu pönksins á Íslandi og fanga tíðaranda tímabilsins með munum og ljósmyndum.

Að eigin sögn þykir fjórmenningunum rýmið síður en svo of lítið og mjög vel til þess fallið að hýsa safnið sem þeir segja vera tileinkun á pönkinu sem í þeirra huga hafi undirbúið jarðveginn fyrir velgengni íslenskrar tónlistar í dag.

Nýlistasafnið tók við lyklunum að kvenna-salerninu í Bankastræti 0 í árslok 2014 og hóf þá að umbreyta aðstöðunni í sýningarrými í samvinnu með arkitektastofunni kurtogpi. Helgi Sigurðsson arkitekt hannaði salernin sem opnuðu formlega á alþingis-hátíðinni 17. júní árið 1930. Starfsemin neðanjarðar minnkaði verulega um síðustu aldamót og var þeim að endingu lokað árið 2006.

Reykjavíkurborg hafði haft mikinn áhuga á að endurvekja starfsemi í rýminu neðanjarðar, nema af öðru meiði. Borgin hafði samband við stjórn Nýlistasafnsins og bauð safninu að leigja rýmið án gjalds í eitt ár og setja upp sýningar neðanjarðar og þar sem glæða jarðhúsin aftur lífi.

Salernin eru friðuð af Minjavernd og var því mikil áskorun fyrir arkitektana Ásmund Hrafn Sturluson og Steinþór Kára Kárason að vinna rýmið að nýju og aðlaga það að nýju hlutverki.

Fyrsta sýningin Nýlistasafnsins í Núllinu opnaði áður en endanlegum endurbótum lauk, á Sequences VII myndlistarhátíðinni í apríl 2015. Viðgerðum á rýminu lauk seinna um sumarið og tók þá við áframhaldandi sýningardagskrá safnsins.

Sýningar og viðburðir safnsins neðanjarðar voru;

Being Boring / Sýningastjórar Gareth Bell-Jones og Gemma LloydJohn Baldessari, Phil Coy, Lucy Clout, Emma Hart, William Hunt, Sam Porritt og Peter Wächtler

prik/ strik – Kristín Rúnarsdóttir

Nothing Really Matters (except me) Simon Buckley

Væntanlegt / Brynjar Helgason, Ívar Glói Gunnarsson, Logi Leó Gunnarsson og Una Björg Magnúsdóttir.

The apparent impossibility of zero / Ragnar Helgi Ólafsson / Sequences VII

Aðrir viðburður neðanjarðar voru til að mynda opnun á Dulkápunni á Hönnunarmars sem að stóð fyrir fjölbreyttri viðburðadagskrá samhliða sýningunni.

No responses yet

„Expansions of Homecraft“ at Konsthall C

maí 26 2016 Published by under Uncategorized

The Living Art Museum is happy to collaborate with Konsthall C in Farsta, Sweden, in bringing works by Hildur Hákonardóttir together for the exhibition Expansions in Homecraft opening 28 May, 6pm.

ABOUT THE EXHIBITION

Expansions of Homecraft is a group exhibition with work by Hildur Hákonardóttir, Toncirkeln (Shida Shahabi and Anna Sóley Tryggvadóttir) and Kristina Schultz with Johan Lindberg and Liss Schultz.

Expansions of Homecraft, the seventh exhibition within the programme Home Works – investigating the politics of domestic work and the home. The exhibition departs from an investigation into the radical forms of creativity generated in the home that challenge hegemonic values of patriarchy, and production, and expand a notion of what homecraft can be. Through the works within this exhibition, homecraft moves from traditional forms, like weaving and sewing, to the craft within the social work of the home – immaterial productions like caring, cleaning and conversing.

The exhibition includes works from the collections of the Living Art Museum, LÁ Art Museum, The Reykjavík Art Museum and The National Gallery of Iceland and has received support from Kulturrådet, Kulturkontakt Nord, NFH Nämnden för hemslöjdsfrågor. Toncirkeln is supported by Musikplattformen och Statens Musikverk Public programme made in collaboration with ABF.

EXHIBITION PROGRAMME / SYMPOSIUM

The exhibition schedule also includes the symposium The Home within Homecraft and will take place on Saturday 11 June between 11-6pm. The symposium will take place in English and is free but booking essential. To book a place please email osa@konsthallc.se.

Through my experience at home […] I also discovered what I now call the ‘double character’ of reproductive work, as work that reproduces us and valorises us not only in view of our integration in the labour market but also against it.

Silvia Federici, Revolution at Point Zero (2012)

Homecraft and its connection to historic practices and folk traditions has often made it easy prey to be co-opted by right-wing and nationalist politics as an anchor point for ‘true’ examples of national identity. As a work performed in the home it is also intimately tied to forms of exploitation reliant on housework as undervalued and unpaid labour. While currently nationalist parties gain popularity across Europe we, as a democratic cultural organisation, wish to challenge their ideology as well as their subsumption of homecraft to be aligned with racist politics. The commissions here evident counter practices that pluralise and highlight the complexities around homecraft and feminised production in the home and show what Federici describes above as the double character of this work.

The day invites the participating artists Shida Shahabi, Anna Sóley Tryggvadóttir and Hildur Hákonardóttir, alongside theorist and activist Silvia Federici and art historian Temi Odumosu to share their practices and find ways we can collectivise our strategies for insisting on the radical potential of homecraft.

Silvia Federici is an Italian American scholar, teacher, and activist from the radical autonomist feminist Marxist tradition. She is a professor emerita and Teaching Fellow at Hofstra University, where she was a social science professor. She is co-founder of the International Feminist Collective which led to the development of The International Wages for Housework Campaign a global social movement co-founded in 1972. Silvia Federici is a key influence to Konsthall C’s Home Works programme and her writing, teaching and political work inspired our research into the Women’s Day Off demonstrations in Iceland.

Dr Temi Odumosu is an art historian, creative educator, and postdoctoral researcher for the Living Archives Research Project at Malmö University. Her international research and curatorial practice is concerned with the visual politics of slavery and colonialism, Africa in the archives, Afro-Diaspora aesthetics, and more broadly exploring how art mediates cultural transformation and healing. Her upcoming book Africans in English Caricature 1769-1819: Black Jokes, White Humour will be published by Brepols in the summer of 2016.

No responses yet

Málþing í Ríga, Lettlandi „Lost (and found) in the Archive“

maí 24 2016 Published by under Uncategorized

Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe tóku þátt í málþinginu Lost (and found) in the Arhive í Lettlandi 23 mars síðastliðinn. Málþingið var á vegum Latvian Centre for Contemporary Art og má hlusta á hér.

Málþingið fór fram á ensku.

ABOUT THE SYMPOSIUM

In connection with the contemporary art exhibition “Lost in the Archive” an international symposium “Lost (and Found) in the Archive” will take place on 23rd of March, 11 pm – 7 pm in the Riga Art Space. Seven lecturers will focus on the variety of mistakes, gaps and narratives that we can discover with the help of contemporary art archives.
The symposium is curated by Inga Lāce and Andra Silapētere (LCCA)

The director of the Living Art Museum in Reykjavik Thorgerdur Olafsdottir and the collection manager Becky Forsythe will discuss the strategies they had creating the archive of their museum. Video artist from Moscow Margarita Novikova will tell us about her video archive project “Putschyourself”. Artist Lia Perjovcshi, who has created the Contemporary Art Archive/Centre for Art Analysis in Romania, will speak about her experience in creating archives as well as about the usability of an archive. Polish researcher Jagna Lewandowska will tell about the Arton Foundation that focuses on Polish avant-garde art studies and creates its archive. Theoretician and writer Vesna Madzoski will speak about the archive of Manifesta, the European Biennial of Contemporary Art, and the conclusions drawn during the research of the archive. Iranian artist Ehsan Fardjadniya and Canadian art critic Dorian Batycka will concentrate on archives and their relationship with power – in context with The Refugee Archives initiative in South Africa.

PROGRAMME OF SYMPOSIUM

11:00 – 11:30 Introduction
11:30 – 12:00 Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe ‘Archiving the Parallel’
12:00 – 12:30 Jagna Lewandowska ‘Arton Review Europe – the Archives of Polish Avant-Garde Now’
12:30 – 13:00 Lia Perjovschi ‘Looking for Sense, Hidden and Lost Ideas…’

13:30 – 15:30 Lunch break

15:45 – 16:30 Ehsan Fardjadniya, Dorian Batycka ‘Whose Archive?’
16:30 – 17:00 Margarita Novikova, Elena Michajlowska ‘Locating Art in Oral History’
17:00 – 17:30 Kaspars Vanags ‘Microhistory as Accidental Allure and Antimethod to Canon. Thinking About Collection of The Latvian Museum of Contemporary Art’
17:30 – 18:00 Vesna Madzoski ‘Lost and Found: Crimes in the Manifesta Archive’
18:00 – 19:00 Panel discussion (Lia Perjovschi, Vesna Madzoski, Ehsan Fardjadniya). Moderator – Igors Gubenko

The symposium has been supported by the EEZ financial instrument, Ministry of Culture of theRepublicofLatvia, State Culture Capital Foundation, Riga City Council, ABLV Charitable Foundation.

No responses yet

Infinite Next – hringborðsumræður og listamannaspjall

maí 11 2016 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á hringborðsumræður og listamannaspjall í tilefni af sýningunni Infinite Next sem að opnaði 7. maí síðastliðinn í Breiðholti.

Viðburðurinn hefst kl. 20 á fimmtudagskvöldið, 12. maí í Nýlistasafninu, Völvufelli 13-21

Myndlistarmennirnir Amy Howden-Chapman, Anna Líndal, Bjarki Bragason, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir munu ræða um sýninguna Infinite Next.

Infinite Next, sem útleggst sem hið óendanlega framundan, er samsýning Önnu Líndal, Amy Howden-Chapman, Bjarka Bragasonar, Bryndísar Snæbjörnsdóttur & Mark Wilson, Hildigunnar Birgisdóttur og Pilvi Takala.

Verkin á sýningunni Infinite Next kljást á ólíka máta við kerfi sem öll samfélög glíma við; hagkerfi síð-kapitalismans, hnignun vistkerfa, tilraunir mannsins til þess að hafa áhrif á virkni þeirra, þekkingarframleiðslu, söfnum upplýsinga og áhrifa mannsins í umhverfinu.

Hver listamaður verður með stutt innlegg og síðan taka við almennar samræður.

Viðburðurinn mun fara fram á ensku.

Húsið opnar með léttum veitingum kl. 20:00 og samræðan hefst kl. 20:30.

Hringborðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

No responses yet

skrælnun

apr 28 2016 Published by under Uncategorized

Þarf maður að vita hvenær verkið hefst?
Þarf maður að vita hvenær því er lokið?
Þarf maður að vita hvenær það er misheppnað?
Þarf maður að vita hver bjó það til?
Þarf maður að vita hver á það?
Þarf maður að vita frá hvaða tíma það er?
Þarf það að finnast?
Þarf ég að ákveða mín eigin verk?

Ásta Ólafsdóttir, Þögnin sem stefndi í nýja átt (1980)

Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferli frekar en lokaafurð—ferðalagið frekar en áfangastaðinn. Eru skammlíf listaverk minna virði en þeir sem ætlað er að endast um ókomna tíð og auðvelt er að forverja? Verkin á sýningunni hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk? Ætti frekar að geyma slík verk sem forskrift að ferli í stað efnislegra leifa hugmyndarinnar?

Notkun hversdagslegra efna svo sem sements, laufblaða og matvæla einkennir verkin á sýningunni. Áhersla er lögð á ferlið og hugmyndina frekar en hlutinn sjálfan sem endanlegt listaverk. Önnur öfl en hönd listamannsins móta birtingarmynd verkanna. Þau taka form sitt af náttúruöflum, eðlislögmálum og styrkum höndum kvenna hjá Sláturfélagi Suðurlands.

SKRÆLNUN vekur upp spurningar um framhaldslíf konseptlistaverka og gildi forvörslu.

Verk Kristjáns Guðmundssonar (f. 1941) heitir Skúlptúr og samanstendur af súrri blóðmör og spjaldi sem búið er að stinga í keppinn. Á spjaldinu er spakmæli norska heimskautafarans Friðþjófs Nansen: „Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.“ Verkið var fyrst sýnt á einkasýningu Kristjáns í Gallerí SÚM í apríl árið 1970 ásamt 25 samskonar blóðmörskeppum og er líklega eina varðveitta eintakið. Þeir voru á víð og dreif á gólfi sýningarsalarins og þeim fylgdi súr lykt sem fyllti vit áhorfandans. Þegar fram liðu stundir skrælnaði keppurinn og varð steinrunninn. Ekki er hægt að sýna verkið eins og það var sýnt fyrir tæpri hálfri öld vegna þess hve viðkvæmur keppurinn er.

Bench #2 er samstarfsverkefni þýska listamannatvíeykisins Florian Wojnar (f. 1967) og Nikolai von Rosen (f. 1972). Verkið var gert fyrir sýninguna CharlieHotelEchoEchoSierraEcho sem haldin var í Nýlistasafninu árið 2010. Verkið samanstendur af fimm skúlptúrum sem steyptir voru með því að hella vatni ofan í sementspoka, hræra og leyft að harðna. Þannig umlauk pokinn steypuna, mótaði og gaf hverjum og einum skúlptúri einstakt útlit. Pappírspokinn var skrældur utan af og eftir sátu munúðarfullir en þunglamalegir búkar sem komið var fyrir á viðarramma líkt og þeir sætu saman á bekk.

Michael Gibbs (f. 1949, d. 2009) sýndi verk sitt Leavings í Gallerí Suðurgötu 7 í september árið 1978. Laufblöðum og bókasíðum var dreift um gólf sýningarsalarins. Titillinn vísar á hnyttinn hátt til þess að skilja eitthvað eftir sig og til laufblaðanna. Síðar var verkinu komið fyrir í sjö plastpokum sem númeraðir voru frá 1–7. Óráðlegt væri að sýna Leavings eins og Gibbs gerði fyrir fjórum áratugum síðan vegna þess hve viðkvæm skrælnuð laufblöðin eru.

Bókverk Ástu Ólafsdóttur (f. 1948) er hálfgerður laumufarþegi á sýningunni. Þögnin sem stefndi í nýja átt er ekki af sama hugmyndalega eða efnislega meiði og hin verkin en vangaveltur sýningarinnar kristallast í ljóðrænu textabroti Ástu. Spurningar hennar má einnig skoða í ljósi markmiða safnastarfs og ritun listasögunnar.

Sýningarstjórar eru Birkir Karlsson og Inga Björk Bjarnadóttir, meistaranemar í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni listfræðideildar HÍ og Nýlistasafnsins.

No responses yet

Nýló, Kling & Bang og Ólafur Elíasson flytja í Marshall húsið

jan 29 2016 Published by under Uncategorized

Á fundi borgarráðs í gær var tillagan samþykkt um Marshall húsið út á Granda sem mun hýsa sýningarrými Nýló, Kling og Bang gallerí og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Reykjavíkurborg mun leigja húsið til 15 ára. Á sama tíma verður opnaður veitingastaður á jarðhæð hússins með sérstaka áherslu á sjávarfang.

Hugmyndasmiðir Marshall hússins og hönnuðir eru Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá KurtogPi. Samkvæmt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur fagnar hann því að samstarf hafi tekist um öfluga starfsemi í Marshall húsinu sem að verður án efa eitt mest spennandi myndlistar- og menningarhús borgarinnar og þó víðar væri leitað.

Árið 1948 hóst bygging síldarverksmiðju í Örfyrisey sem var að hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir stríð og er nafn hússins því þaðan komið. Verksmiðjan var í notkun í um hálfa öld en hefur staðið auð undanfarin ár. HB Grandi á húsið og segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri fyrirtækisins að hann hlakki til að hefja framkvæmdir á húsinu og sjá líf færast í það á nýjan leik.

Áform hafa staðið í tvö ár um myndlistarstarfsemi í húsið en hugmyndin kemur til vegna fyrirsjáanlegrar vöntunar í miðbænum á framtakssemi listamannarekinna rýma.

Safneignin sjálf og sú aðstaða sem stjórn og starfsfólk Nýló hefur búið henni í Völvufellinu, mun halda kyrru fyrir í Breiðholtinu en verður opin eftir samkomulagi og þörfum.

Stjórn Nýló mun setja upp tvær sýningar í Núllinu næstkomandi apríl og júní áður en leigusamningnum við Reykjavíkurborg lýkur og eftir það er stefnin tekin út á Granda.

Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins gleðst vitanlega yfir þessum fréttum! Ljóst er að róðurinn verður áfram þungur og ekki má slá slöku við. En safnið er nú búið að tryggja sér frábært sýningarými í lengri tíma en tíðkast hefur undanfarin 15 ár.

Nýlistasafnið eða Nýló, var stofnað árið 1978 af hópi 27 myndlistarmanna. Nýló er eitt listamannarekna safn og sýningarrými í heiminum, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri og erlendri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu. Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Kling & Bang gallerí var stofnað af tíu myndlistarmönnum í byrjun árs 2003 og hefur allar götur síðan verið listamannarekið gallerí (non profit). Stefna Kling & Bang er að sýna myndlist sem ögrar samhengi og innihaldi skapandi hugsunar. Það hefur vakið heimsathygli fyrir starfsemi sína og sýningar. Kling & Bang hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á vettvang fyrir framúrskarandi sýningar og tilraunamennsku, jafnt með sýningum upprennandi listamanna og vel þekktra, hérlendra sem erlendra.

Listmaðurinn Ólafur Elíasson er þekktur á heimsvísu, verk hans eru í eigu helstu listasafna heims og eru sýningar hans afar vel sóttar. Uppspretta hugmynda Ólafs er ósjaldan náttúra Íslands, og sú birta og litir sem hér er að finna. Ólafur er með vinnustofur í Berlín og Kaupmannahöfn, en hyggst nú líka vera með aðstöðu í Marshall húsinu ásamt sýningarrými fyrir sérstök verk.

No responses yet

Womens Day Off

nóv 26 2015 Published by under Uncategorized

The Living Art Museum is contributing to Konsthall C one day symposium investigating collective practices and their relationships to political organising.

The symposium is particularly inspired by the ‘Women’s Day Off’, a strike that happened in Iceland in 1975 that sought to highlight and make visible women’s work within the home. The strike is one of the most impressive acts of women’s organising to challenge gender inequality in Northern Europe. Presentations and discussions throughout the day build on ideas of collective working and art’s relationship to political organising.

To book a place at this free event please email osa@konsthallc.se and for the full programme please visit www.konsthallc.se This event will be held in English.

Schedule – Women’s Day Off
10:30am – Doors open
11am – Welcome and Introduction
11:15am – Emma Tolander, Hello Body!
11:30am – Kamilla Askholm (CAMP / Center for Art on Migration Politics)
12 noon – Dady de Maximo (Artist, Journalist and Fashion Designer – CAMP)
12:30pm – Responding Questions
1pm – Shared Lunch provided
2:30pm – Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe and H. K. Rannversson (Nýló / Living Art Museum)
3:15pm – Responding Questions
3:45pm – Maiko Tanaka (The Grand Domestic Revolution)
4:30pm – Responding Questions by writer Gunilla Lundahl
5pm – Symposium closing and opening at Konsthall C’s Centrifug

Contributors include: Emma Tolander, dancer, choreographer and member of the feminist collective ÖFA-collective; Kamilla Askholm from Copenhagen’s CAMP (Centre for Art on Migration Politics); the artist, journalist and fashion designer Dady de Maximo; Stockholm based writer Gunilla Lundahl; Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe and H. K. Rannversson from The Living Art Museum in Iceland, and Maiko Tanaka, curator and co-initiator of the project The Grand Domestic Revolution.

No responses yet

Double bind, opnun í Vilnius

okt 15 2015 Published by under Uncategorized

Á sýningunni Double bind eru sýnd verk eftir 9 listamenn þar sem tekist er á við hugmyndina um að endurvekja pólitíska hugsun í sjálfhjálparúrræðum.

Listamönnunum var boðið inn í hugmyndaheim um dimmu hliðar sálarinnar, þunglyndi og hagkerfi tilfinninganna þar sem sérstaklega var gert ráð fyrir rými fyrir mistök og viðkvæmni listamannanna. Verkin myndu kannski fá yfirbragð játninga, rödd sem hljómaði sem kraftur uppreisnar gegn formföstum skilningi á sálgreiningu og kvillum sálarinnar og frásagnarmátann og snauð rökin sem gjarnan eru notuð til að koma þeim til skila.

Eftir stendur sýning þar sem horft er til margra og andstæðra átta; tvöföld–klemma, sófa—kartafla og óbrenndur leir í meltingarvegi. / brot úr texta um sýninguna, Maya Tounta.

(Þýðandi fann sig í tvöfaldri klemmu og bendir á enska textann hér á síðunni)

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru:
Valentina Desideri & Denise Ferreira da Silva
Morten Norbye Halvorsen
Styrmir Örn Guðmundsson
Berglind Jóna
Juha Pekka Matias Laakkonen
Lina Lapelytė
Viktorija Rybakova
Augustas Serapinas

Sýningarstjóri Maya Tounta

Sýningin er opin frá 15. október til 11. nóvember 2015
Frekari upplýsingar www.doublebind.eu og á vefsíðu Rupert http://www.rupert.lt/

Verkefnið er unnið í samstarfi við Rupert, Center for Art and Education (Litháen), Oslo National Academy of the Arts, The Academy of Fine Art (Noregur). Sýningin opnar í Nýlistasafninu snemma á næsta ári.

No responses yet

Vorverk / Listamannaspjall og gjörningur

maí 29 2015 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á leiðsögn og spjall um sýninguna Vorverk / Spring Task eftir Kristínu Helgu Káradóttur, laugardaginn 30. maí klukkan 15:00. Listakonan verður á staðnum. Kaffi/kakó og pönnukökur. Allir velkomnir.

Sýningin Vorverk er sú síðasta í sýningaröðinni Hringhiminn og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2015. Sýningin stendur til 13. júní.

Með draumkenndum raunsæistón fagnar listakonan komu vorsins með tilheyrandi togstreitu hið innra og hið ytra. Veturinn hefur losað tök sín og umbreyting árstíðanna birtist í hráum sýningarsal í manngerðu umhverfi fjarri náttúrunni. Jarðveg sýningarinnar skapaði listakonan út frá samfélaginu í kringum Nýlistasafnið í Fellahverfi en jafnframt út frá veruleika listamannsins; einyrkjanum í sýningarsalnum. Á mörkum listforma mætast þessir tveir pólar. Vorverk fela í sér hreinsun andans ekki síður en umhverfisins og stuðla að grunni fyrir vöxt og einingu lífs.

Úr sýningarskrá:

Hlutskipti einyrkjans
er að tala við sjálfan sig
í þögninni
í garðinum
í stílabókinni
í sýningarsalnum.
En þegar verkin tala máli einyrkjans
fæðist alltaf eitthvað nýtt
nýtt upphaf
samtal við heiminn.

I’m a female artist. Móðurmál mitt er íslenska.
Ég er móðir og ég er einstæð móðir.
Leita að konum af erlendum uppruna til þess að taka þátt í gjörningi
með von um samstarf.

Kristín Helga Káradóttir nam myndlist við Listaháskóla Íslands, lauk þaðan BA gráðu árið 2004 og MA gráðu árið 2014. Á námsárunum fór hún í skiptinám í Listakademíuna í Kaupmannahöfn og á Fjóni. Kristín Helga á að baki sýningarhald og vinnustofudvalir innan- sem utanlands. Verk hennar hafa ferðast víða um heiminn á sýningar og myndbandahátíðir.

Líkaminn og leikræn tjáning er öflugur miðill í verkum Kristínar Helgu. Verkin spanna myndbandsverk, gjörninga, ljósmyndir og innsetningar en mest vinnur Kristín Helga á mörkum þessara listmiðla. Listakonan notar sjálfa sig í gjörningaverk sín en upp á síðkastið hefur hún fengið til liðs við sig aðra flytjendur. Verk Kristínar Helgu eru tilvistarlegs eðlis, miðla ástandi og líðan manneskjunnar í tilteknu umhverfi en jafnframt hefur listkonan brugðið á leik með það að markmiði að setja áhorfendur í spurn eða kalla fram viðbrögð þeirra. MA-útskriftarverk Kristínar Helgu var langvarandi gjörningur í Gerðarsafni í Kópavogi er nefndist Andvarp.

Ljósmynd: Valgarð Gíslason, Listahátíð í Reykjavík 2015.

No responses yet

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR / umsóknarfrestur er til 14. júní 2015

maí 08 2015 Published by under Uncategorized

UPPLÝSINGAR

Nýlistasafnið eða Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Stjórn Nýlistasafnsins hefur ákveðið að taka á móti umsóknum um sýningar til 14. júní 2015.

Allar umsóknir skulu vera vandaðar og vel mótaðar. Val stjórnar miðast við sýningarstefnu og áherslur hverju sinni og áskilur stjórn sér rétt til þess að velja og hafna umsóknum án allra vandkvæða eða frekari útskýringa.

Umsækjendur eru beðnir um að gera grein fyrir í upphafi hvaða rými viðkomandi vill vinna með. Stjórn Nýló ákveður tíma valinna sýninga en umsækjendur eru hvattir til nefna ákjósanlega tímasetningu fyrir verkefni sín.

Stjórn og starfsfólk Nýlistasafnsins veitir aðstoð er varðar listrænar ákvarðanir og uppsetningu, sér um hönnun og prentun sýningarskrár ásamt kynningu og opnunarhóf valinna sýninga.

Annað framlag Nýló er samkomuatriði hverju sinni. Umsækjendur eru því hvattir til þess að sækja um fjárstyrki fyrir sýningar sínar annarsstaðar frá.

Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða ekki teknar til athugunar.

SÝNINGARÝMI

Sýningar 2015-2016
Núllið er staðsett að Bankastræti Núll, 101 Reykjavík. Sýningarrýmið er í fyrrum kvennasalerni og aðstöðu sem staðsett er neðanjarðar, undir Bankastræti, og hefur verið friðað af Minjavernd Íslands. Rýminu er skipt upp í tvö hólf, vinstra megin er lítið hvítt sýningarrými en hægra megin standa salernisbásar sem eru nýtanlegir til sýningarhalds. Umsækjendur eru hvattir til að vinna með bæði rýmin.

Sýningar 2016
Verkefnarými Nýlistasafnsins er staðsett í gamla Breiðholtsbakaríi, Völvufelli, efra Breiðholti og er staðsett fyrir ofan safneign og skrifstofurými safnsins.

Lifandi Safneign er sýningarrými safneignar og er staðsett í Völvufelli, efra Breiðholt, inn af skrifstofurými safnsins. Sýningarými safneignar er ætlað að varpa ljósi á safneign Nýló eða heimildarsöfnin; arkíf um gjörninga eða arkíf um listamannarekin rými. Allar sýningartillögur fyrir þetta rými skulu taka mið af safneign eða heimildarsöfnum safnsins og/eða sögu þess.

Til að bóka heimsókn í safneign Nýlistasafnsins skal hafa samband við archive(at)nylo.is

Upplýsingar um safneign Nýlistasafnsins má nálgast á sarpur.is

Sjá grunnplön hér:

NullidBankastraeti0

ProjectSpace_Volvufell

LivingCollection_Volvufell

LEIÐBEININGAR FYRIR UMSÆKJENDUR

Þegar þú undirbýrð umsókn þína er gott að hafa stefnu og sögu Nýlistasafnsins í huga. Einnig er gott að taka mið af gólfplani þess sýningarrýmis sem þú hyggst sækja um.

Umsóknum skal skilað inn fyrir miðnætti, 14. júní með tölvupósti. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum.

Umsóknir skulu innihalda eftirfarandi gögn:
1. Sýningartillögu. Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg- og uppsetningarleg atriði, hámark 500 orð
2. Yfirlýsingu myndlistarmanns/hóps – artist statement, hámark 300 orð
3. Ferilskrá
4. Kostnaðaráætlun
5. Myndir af fyrri verkum og /eða skissur (hámark 10). Allar myndir skulu vera vel merktar upplýsingum um verkið: stærð, miðill, titil og ár.

Sýningartillaga, yfirlýsing listamanns, ferilskrá, kostnaðaráætlun og listi/upplýsingar um myndir skulu vera hjálögð sem PDF- skjal í tölvupósti. Ljósmyndum af verkum má skila í sér PDF skjali.

Skjalið skal ekki vera stærra en 8 MB. Umsóknum í formi word skjala eða í tölvupósti án viðhengja verða ekki teknar til greina.

Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint inn á rétta slóð tengda VIMEO, youtube o.s.frv. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki.

Umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, skal vera sent í einum tölvupósti.

Vinsamlegast sendið allar umsóknir á applications(at)nylo.is

No responses yet

Fjáröflun og uppboð Nýlistasafnsins verða haldin í Safnahúsinu frá 19. – 23. nóvember

nóv 10 2014 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið eða Nýló er eitt af elstu listamannareknu söfnum í Evrópu og skipar einstakan sess sem menningarstofnun á Íslandi. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar og varðveislu myndlistar hér á landi.

Nýló er sjálfseignarstofnun og í dag eru fulltrúar þess yfir 350 starfandi listamenn og einstaklingar sem vinna á mismunandi sviðum menningargeirans.

Nýlistasafnið hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist og hafa margar sýningar í Nýló markað tímamót í íslenskri listasögu.

Myndir, verk á uppboðinu
Til vinstri: Time /Pavillion II verk eftir Rúrí
Til hægri: Nordic Soap eftir Arnar Ásgeirsson

Nýló hefur oft þurft að flytja gegnum tíðina vegna óstöðugs leigumarkaðs og lítilla fjárráða. Fulltrúar Nýló ásamt fleiri listamönnum hafa nú gefið safninu listaverk til þess að fjármagna húsnæðisflutninga safnsins og koma fyrir í varanlegri aðstöðu.

Ýtið hér til að fara á heimasíðu uppboðsins eða á linkinn til hægri.

Fjáröflunin og uppboðið opnar með sýningu á verkunum í risi Safnahússins, Hverfisgötu 15, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:00

Nýló opnaði safnaheimkynni sín á dögunum í Völvufelli 13-21 þar sem safneigninni og heimilda-söfnunum hefur verið komið fyrir. Einnig hefur rýmið á efri hæð hússins, gamla bakaríið verið tímabundið leigt út, þar sem stjórn mun setja upp sýningar næsta árið á meðan leitað er að varanlegra sýningarými.

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af framsæknu myndlistarfólki en kjarni þeirra hafði áður starfað innan SÚM hópsins. Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur framsækinnar myndlistar, viðburða, umræðna og gjörninga.

Eitt af markmiðum Nýló er að halda utan um sögu myndlistar hér á landi og varðveita listaverk og heimildir sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Árið 2010 hlaut Nýlistasafnið Íslensku Safnaverðlaunin sem veitt eru annað hvert ár til safns sem þykir skara fram úr með starfsemi sinni.

No responses yet

Alfredo Cramerotti verður sýningarstjóri Sequences VII

nóv 07 2014 Published by under Uncategorized

Alfredo Cramerotti verður sýningarstjóri Sequences VII 2015

Alfredo Cramerotti hefur verið valinn til að sýningarstýra sjöundu Sequences myndlistarhátíðinni sem fram fer í Reykjavík dagana 10.-19. apríl 2015.

Sequences er metnaðarfullur, alþjóðlegur myndlistartvíæringur og er eina hátíðin á Íslandi sem sérhæfir sig í myndlist. Hátíðin hefur að markmiði að skapa vettvang fyrir framsækna myndlist með sérstaka áherslu á tímatengda miðla á borð við gerninga, hljóðlist og vídeólist og að þjóna fjölbreyttum hópi gesta og þátttakenda; listamanna, fagfólks og almennings.

Eftir mikla velgengni Sequences VI undir stjórn Markúsar Þórs Andréssonar var ákveðið að nýta áhrifamátt og kraft hátíðarinnar og leita út fyrir landsteinana að næsta sýningarstjóra.

Alfredo Cramerotti er reyndur sýningarstjóri og rithöfundur og hefur fengist við fjölbreytt verkefni á sviði myndlistar. Árið 2010 var hann einn sýningarstjóra evrópska samtímalista-tvíæringsins Manifesta 8 sem fram fór á Spáni, 2013 stýrði hann þjóðarskála Maldív-eyja sem og skála Wales á Feneyjatvíæringnum í myndlist og hlaut mikið lof fyrir og nú gegnir hann stöðu forstöðumanns MOSTYN, stærstu samtímaliststofnunar Wales. Edda Kristín Sigurjónsdóttir verður aðstoðarsýningarstjóri hátíðarinnar og Edda Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Um 25 íslenskir og erlendir myndlistarmenn munu taka þátt í hátíðinni sem fer fram á sýningarstöðum víðs vegar um Reykjavíkurborg og í almenningsrýmum. Líkt og á síðustu Sequences-hátíð verður sérstök Utandagskrá kynnt samhliða aðaldagskránni þar sem listamönnum og sýningarstöðum gefst kostur á að standa fyrir sýningum og viðburðum en sú tilraun gafst vel á síðustu hátíð þar sem sýnd voru meðal annars verk Matthews Barney. Tekið verður á móti skráningum til Utandagskrár og verður hún auglýst sérstaklega síðar.

Sequences var haldin í fyrsta skiptið árið 2006 og hefur vaxið og dafnað síðan. Hátíðin er mikilvægur vettvangur fyrir myndlistarmenn og varpar ljósi á virka myndlistarsenuna hér á landi og á Reykjavík sem áhugaverðan áfangastað fyrir áhrifafólk í alþjóðlega listheiminum.

Frá upphafi var lagt upp með að Sequences væri í höndum myndlistarmanna og listamannarekinna stofnana og að þar ríkti andi frumkvæðis, tilrauna og áræðni. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Nýlistasafnið og Kling & Bang gallerí eru aðstandendur hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar veita :
Edda Halldórsdóttir 848 8351
Edda Kristín Sigurjónsdóttir 897 4062
seqeunces.is

No responses yet

Síðasta sýningarvika S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið)

ágú 21 2014 Published by under Uncategorized

Senn líður að lokum sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) í Árbæjarsafni.

Sýningin og samnefnt rit sem kom út samhliða opnunni, sækir innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli sýningarstarfsemi sem og útgáfu tímaritsins Svart á hvítu. Um er að ræða tilraun til að rýna í sögu gallerísins og stöðu innan íslenskrar listasögu, ásamt því að setja það í samhengi við samtímamyndlist dagsins í dag.

Fjórum ungum listamönnum var boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu; þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Óttarsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson.

Útgáfan er fáanleg í safnbúð Árbæjarsafns og kostar 2500 krónur. Bókin inniheldur grein um sögu þessa merkilega listamannarekna rýmis eftir Heiðar Kára, sýningaryfirlit á fimm ára starfstíma gallerísins og fjölbreytt úrval mynda frá starfseminni. Þar að auki má finna í útgáfunni verk eftir listamennina og myndir af sýningunni S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið).
Sýningin S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) stendur til 31 ágúst.

Lifandi spunatónlist fyrir málverk

Sunnudaginn 24. ágúst klukkan 16:00 munu ýmsir tónlistamenn flytja lifandi spuna tónlist fyrir gesti og gangandi í Lækjargötu á Árbæjarsafninu. Gjörningurinn er hluti af verki Hrafnhildar Helgadóttur sem er einn listamanna sýningarinnar S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið). Flutt verða málverk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Árna Ingólfsson, Ástu Ólafsdóttur og Kees Visser.

Tónlistar gjörningurinn er í samstarfi við Úsland, sem hefur verið leiðandi í upptöku og útgáfu á spunatónlistar á Íslandi síðustu ár.

Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn

Fyrir nánari upplýsingar;
http://uslandrecords.bandcamp.com/
www.hrafnhildurhelgadottir.info

No responses yet

Next »

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map