Author Archive

Bókakynning, 11. okt: We Are Here

okt 09 2018 Published by under Uncategorized

11.10.2018 kl. 20

Bókaútgáfa og örsýning
Listamannaspjall með Detel Aurand og Claudia Hausfeld

Unnur Jökulsdóttir verður með upplestur úr We are Here

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á útgáfuhóf bókarinnar We are Here eftir Detel Aurand fimmtudaginn 11. október í Marshallhúsinu. Í tilefni útgáfunnar ræðir Claudia Hausfeld við Detel Aurand um verk hennar og Unnur Jökulsdóttir les upp úr We are Here. Dagskráin hefst kl. 20 og mun listamannaspjallið fara fram á ensku. Í tengslum við útgáfuna má sjá örsýningu á verkum Detel Aurand í anddyri Nýlistasafnsins fram til 16. október.

Upphaf og endir, svart og hvítt, anda inn og anda út, elli og æska – og allt þar á milli. Þessi bönd, oft utan okkar sjónsviðs, kannar þýski listamaðurinn Detel Aurand í bókinni We are Here. Bókin spannar verk unnin í ýmsa miðla frá síðustu tuttugu árum, ljósmyndir frá persónulegu safni listamannsins sem og sjálfsævisögulegum texta um fjarsamband hennar og maka hennar, Jóns Sigurgeirssonar (1909-2003) sem þau áttu í á milli Íslands og Berlínar. Eins og titillinn gefur til kynna hverfist We are Here um tímaskynið. Getum við skyggnst inn í núið? Hvað er sýnilegt og hvað leynist í skugganum? Bókin er jafn persónuleg og hún er algild og fjallar um það hvernig hlutir og atburðir í heiminum tengjast og hvernig mörk og landamæri, sem virðast vera til staðar, leysast upp þegar við komumst í kynni við tímalausa fegurð.

No responses yet

Málþing í Ríga, Lettlandi „Lost (and found) in the Archive“

maí 24 2016 Published by under Uncategorized

Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe tóku þátt í málþinginu Lost (and found) in the Arhive í Lettlandi 23 mars síðastliðinn. Málþingið var á vegum Latvian Centre for Contemporary Art og má hlusta á hér.

Málþingið fór fram á ensku.

ABOUT THE SYMPOSIUM

In connection with the contemporary art exhibition “Lost in the Archive” an international symposium “Lost (and Found) in the Archive” will take place on 23rd of March, 11 pm – 7 pm in the Riga Art Space. Seven lecturers will focus on the variety of mistakes, gaps and narratives that we can discover with the help of contemporary art archives.
The symposium is curated by Inga Lāce and Andra Silapētere (LCCA)

The director of the Living Art Museum in Reykjavik Thorgerdur Olafsdottir and the collection manager Becky Forsythe will discuss the strategies they had creating the archive of their museum. Video artist from Moscow Margarita Novikova will tell us about her video archive project “Putschyourself”. Artist Lia Perjovcshi, who has created the Contemporary Art Archive/Centre for Art Analysis in Romania, will speak about her experience in creating archives as well as about the usability of an archive. Polish researcher Jagna Lewandowska will tell about the Arton Foundation that focuses on Polish avant-garde art studies and creates its archive. Theoretician and writer Vesna Madzoski will speak about the archive of Manifesta, the European Biennial of Contemporary Art, and the conclusions drawn during the research of the archive. Iranian artist Ehsan Fardjadniya and Canadian art critic Dorian Batycka will concentrate on archives and their relationship with power – in context with The Refugee Archives initiative in South Africa.

PROGRAMME OF SYMPOSIUM

11:00 – 11:30 Introduction
11:30 – 12:00 Þorgerður Ólafsdóttir, Becky Forsythe ‘Archiving the Parallel’
12:00 – 12:30 Jagna Lewandowska ‘Arton Review Europe – the Archives of Polish Avant-Garde Now’
12:30 – 13:00 Lia Perjovschi ‘Looking for Sense, Hidden and Lost Ideas…’

13:30 – 15:30 Lunch break

15:45 – 16:30 Ehsan Fardjadniya, Dorian Batycka ‘Whose Archive?’
16:30 – 17:00 Margarita Novikova, Elena Michajlowska ‘Locating Art in Oral History’
17:00 – 17:30 Kaspars Vanags ‘Microhistory as Accidental Allure and Antimethod to Canon. Thinking About Collection of The Latvian Museum of Contemporary Art’
17:30 – 18:00 Vesna Madzoski ‘Lost and Found: Crimes in the Manifesta Archive’
18:00 – 19:00 Panel discussion (Lia Perjovschi, Vesna Madzoski, Ehsan Fardjadniya). Moderator – Igors Gubenko

The symposium has been supported by the EEZ financial instrument, Ministry of Culture of theRepublicofLatvia, State Culture Capital Foundation, Riga City Council, ABLV Charitable Foundation.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map