Ársfundur Nýlistasafnsins 2017 – ný stjórn

Ársfundur Nýlistasafnsins var haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 17:30 í Marshallhúsinu.

Fundarstjóri var Hildigunnur Birgisdóttir og ritari Heiðar Kári Rannversson. Samtals voru mættir 26 félagsmenn á fundinn með núverandi stjórn.

Átta nýjir fulltrúar voru teknir inn í Nýlistasafnið; Hildur Henrýsdóttir, Steinunn Marta Önnudóttir, Elín Þórhallsdóttir, Birkir Karlsson, Sam Reese, Bára Bjarnadóttir, Amanda Riffo og Marina Rees.

Kosið var bæði í aðalstjórn og varastjórn

Þorgerður Ólafsdóttir heldur áfram sem formaður, ásamt henni í aðalstjórn sitja nú Anna Líndal, Birkir Karlsson, Kristín Rúnarsdóttir og Sam Rees.

Í varastjórn sitja Bára Bjarnadóttir, Claudia Hausfeld og Þóranna Björnsdóttir.

Í aðalstjórn 2015 – 2017 sátu Þorgerður Ólafsdóttir sem formaður, Claudia Hausfeld, Logi Bjarnason, Rebecca Erin Moran og Þóranna Björnsdóttir.

í varastjórn 2016 – 2017 sátu Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Heiðar Kári Rannversson og Sindri Leifsson

Nýlistasafnið þakkar fráfarandi stjórnarliðum kærlega fyrir vel unnin störf.

Bæði ársreikninga og skýrslu má finna hér á heimasíðu Nýlistasafnins.