Nýlistasafnið eða Nýló, er sjálfseignarstofnun, vettvangur myndlistar, söfnunar og gagnrýnar hugsunar.

Safnið hefur ætíð verið í umsjón listamanna, eða frá því að það var stofnað árið 1978 og er einstakt í listasögunni vegna þessa. Nýlistasafnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþóunar myndlistar á Íslandi.

Nýlistasafnið er rekið í samstarfi við ríki og borg og fyrir tilstilli óeigingjarns og metnaðarfulls vinnuframlags myndlistarmanna í landinu.

Safnið sækir árlega um sérstaka verkefnastyrki fyrir sýningarhaldi og viðburðum og hefur ætíð hlúð vel að samstarfi við þá aðila sem vilja styrkja starfsemina.

reykjavikuborg