Nýlistasafnið tekur á móti umsóknum um stöðu starfsnema og lærlinga allan ársins hring.

Fyrir lærlinga er miðað við 3 – 4 mánaða stöður og allt að 25 klst. langa vinnuviku, eða tímabil sem nær yfir uppsetningu og niðurtöku heillar sýningar.

Tilhögun og skipulag starfsnema er hægt að þróa og móta eftir áherslum, áhuga og fyrirliggjandi verkefnum, oft í samstarfi við menntastofnanir.

Safnið hvetur áhugasama aðila um að senda inn umsókn í góðum tíma ásamt ferilskrá á nylo(at)nylo.is, hægt er að óska eftir frekari upplýsingum einnig símleiðis.