Nýlistasafnið vinnur nú að útgáfu bókarinnar Listamannarekin rými í Reykjavík 1965 – 2018

Kæru myndlistarmenn,

Nýlistasafnið vinnur nú að útgáfu bókarinnar Listamannarekin rými í Reykjavík 1965 – 2018. Bókin tekur á efni og innihaldi heimildarsafns Nýló um frumkvæði listamanna og mun varpa ljósi á mikilvægan þátt myndlistarmanna í þróun myndlistarsenu Reykjavíkur.

Ef að þú hefur tekið þátt í að sjá um listamannarekið rými, sem rekið var án hagnaðar og átt upphafleg eintök af sýningarskrám, textum og ljósmyndum (sbr. ekki tímaritsgreinum), máttu endilega hafa samband við safnið gegnum archive@nylo.is

Skilafrestur gagna er til 12. október næstkomandi!

map