Archive for júlí, 2018

OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ

júl 31 2018 Published by under Uncategorized

OBBSIDIAN©: VÖRUKYNNING – PARTÍ / OBBSIDIAN©: PRODUCT LAUNCH – PARTY
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Lau / Sat – 04.08.2018
16:00 – 18:00

Verið velkomin á VÖRUKYNNINGU á skúlptúrunum OBBSIDIAN© í Nýlistasafninu. Viðburðinn er hluti af verki Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur “If you can’t beat them – join them” sem sýnt er á 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur.

Boðið verður uppá léttar veigar á meðan á kynningu stendur og verða skúlptúrarnir til sölu á viðburðinum.

Í verkum sínum notast Kristín Helga við blöndu af ljósmyndum, vídeóum, innsetningum, skúlptúrum og hljóðum. Hún rannsakar umhverfi sitt og vinnur með samfélagið sem innherji, fullgildur meðlimur og þátttakandi. Kristín útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016 og hefur síðan verið virk í listalífi á Íslandi og erlendis. Árið 2015 fór hún í skiptinám í Universität der Künste Berlin og flutti aftur til Berlínar veturinn 2016–17. Þar aðstoðaði hún meðal annars mynd- listar- og kvikmyndagerðarkonuna Brittu Thie við gerð þáttanna „The SUPERHOST“.

Meðal liðinna sýninga eru After Sun í at7 verkefnarými í Amsterdam 2018. Kristín hefur einnig verið með atriði á RAFLOST, raflistahátíðinni 2018, og haldið viðburð í Nýlistasafninu, Matarlausi Matarmarkaðurinn og RADIO SANDWICH 2017. Videóverk Kristínar hafa verið sýnd á alþjóðlegum kvikmynda- og videólistahátíðum og hafa þau meðal annars unnið verðlaunin „Best Experimental Short“ á Oaxaca FilmFest 2017 og West Virginia Mountaineer Festival 2017.

Verið velkomin!

No responses yet

Djúpþrýstingur: Gjörningur

júl 18 2018 Published by under Uncategorized

Gjörningur / Action
Saga Sigurðardóttir
Föst / Frid – 27.07.2018
17:00 – 18:00

Sem hluti af dagskrá 40 ára afmælissýningar Nýlistasafnsins, Djúpþrýstings, mun Saga S.dóttir bjóða samstarfsfólki að eiga við og endurskapa með henni innsetningu hennar, EYÐA (VIÐKOMA). Í nokkrum atlögum verður daðrað við innihald verksins, því ögrað og þjónað, til skiptis. Tækifæri. Gulrótin er nánd og ný merking.

Saga S.dóttir er fædd í Reykjavík. Performans og sviðslistir hafa verið hennar meginsvið síðastliðinn áratug. Meðfram eigin verkum hefur hún starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda uppfærslna með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum, meðal annars: Marmarabörnum (Marble Crowd), 16elskendum, Leikhúsi listamanna, Mér og vinum mínum, Wunderkind Collective og Gjörningaklúbbnum. Þá hefur hún sem performer og samverkakona ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin, komið fram á sviðslista-, myndlistar- og tónlistarhátíðum víðsvegar, m.a. með fjöllistakonunum Alexöndru Bachzetsis og Peaches, og er einnig meðlimur í performans-bandinu The PPBB.

Saga lauk meistaranámi í sviðslistum frá LHÍ 2017 og ber BA gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk BA námi í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006. Saga hefur um árabil verið reglulegur gestakennari við Listaháskóla Íslands og við LungA lýðháskólann á Seyðisfirði, en helstu viðfangsefni hennar þar eru samsköpun og líkaminn í sköpunarferlinu.

Verið velkomin!

No responses yet

Nýló starfsnám haust 2018

júl 11 2018 Published by under Uncategorized

Nýlistasafnið leitar nú að starfsnema í móttöku safnsins frá og með hausti 2018

Hlutverk þessa starfsnema er að sitja yfir sýningar í sal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu, aðstoða gesti og gangandi, sem og vera starfsfólki innan handar við ýmis dagleg verkefni. Við óskum eftir einstaklingi sem er óhræddur við að sýna frumkvæði, hefur jákvætt hugarfar og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Að jafnaði verja starfsnemar að lágmarki sex til átta vikur með safninu en viðvera er ákveðin í samráði við starfsfólk safnsins og í samræmi við kröfur þess náms sem neminn stundar. Þó er miðað er við að lágmarksvinnuskilda séu fimm tímar á dag, frá kl 13 til 18, frá þriðjudegi til föstudags. Að auki er óskað eftir aðstoð starfsnema við niðurtöku og uppsetningu sýninga, og viðveru eftir þörfum á viðburðum skipulögðum af safninu.

Vert er að hafa í huga að staðan er ólaunuð og ætluð nemum sem eru í námi og geta fengið reynslu sína metna til eininga. Auk þess getur Nýlistasafnið gefið starfsnemum sínum innsýn inn í heim samtímalistar í Reykjavík, tækifæri til tengslamyndunar, ásamt öðrum minniháttar fríðindum.

Áhugasamir sækja um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf, ásamt upplýsingum um kröfur sem núverandi nám kann að gera til Nýlistasafnsins sem hluta af násmsreynslu umsækjanda á póstfangið nylo@nylo.is með fyrirsögninni Nýló internship 2018

No responses yet

Djúpþrýstingur: Kokteilakvöld

júl 08 2018 Published by under Uncategorized

Auður Lóa Guðnadóttir &
Starkaður Sigurðarson

Lau / Sat – 14.07.2018
16:00 – 18:00

Auður Lóa og Starkaður bjóða gestum á kokteilakvöld í Nýlistasafninu sem er hluti af 40 ára afmælissýningu safnsins, Djúpþrýstingur. Boðið verður upp á drykki sem eru í samtali við verk þeirra, Helmingar sem búa ekki til heild.

Auður Lóa og Starkaður hafa unnið saman í sex ár sem listamenn og sýningarstjórar. Þau vinna verk saman, sér, í samvinnu við aðra listamenn og listrými, verk sem reyna að grafa holu í eitthvað óáþreifanlegt.

Verk unnin í ólíka miðla, ólík samhengi, en rýna samtímis í hvernig verkin tala, hvernig list talar, segir okkur eitthvað. Þau koma hvor með eigin rödd í samtalið sem svo verður þrenning samhliða hugsun, verki, miðli eða sýningarstað þeim sem staðið er fyrir framan. Þau eru vakandi fyrir sögu hugmyndarinnar, sögu staðarins, hlutarins og reyna að sjá þann nútíma sem við stöndum í sem þá samklessu tíðaranda og tvíræðrar hugsunar sem birtist okkur einstöku sinnum út úr þokunni.

Verið hjartanlega velkomin!

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map