Archive for júní, 2017

HAPPY PEOPLE – Reykkvöld á fimmtudögum

jún 28 2017 Published by under Uncategorized

Verið velkomin á fyrsta Reykkvöldið á sýningunni Happy People í Nýlistasafninu, milli kl. 18 – 21

Fimmtudagskvöldið 29. júní verður gestum boðið að reykja myndlist eftir Hrafnhildi Helgadóttur, Mehraneh Atashi, Eggert Pétursson, Loidys Carnero og Hrein Friðfinnsson.

Í móðu og mekki óma seiðandi tónar Steingríms Teague og Kokteileðlunnar!

Grafík eftir Arnar Ásgeirsson (IS) og Michel Keppel (NL).

REYKDAGSKRÁ
29 júní – Hrafnhildur Helgadóttir (IS), Mehraneh Atashi (IR), Eggert Pétursson (IS), Loidys Carnero (CU), Hreinn Friðfinnsson (IS)
6. júlí – David Bernstein (US), Brynhildur Þorgeirsdóttir (IS), Geirþrúður Einarsdóttir (IS), Gylfi Sigurðsson (IS), Anna Hrund Másdóttir (IS), Guðmundur Thoroddsen (IS)
13. júlí – Lars TCF Holdhus (NO), Yosuke Amemiya (JP), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) Žilvinas Landzbergas (LT), Eloise Bonneviot (FR)
20. júlí & 27. júlí – LOKA REYKSEREMÓNÍA
Darri Lorenzen (IS), Gustav Wideberg (SE), Juan-pedro Fabra Guemberena (UY/SE), Yaima Carrazana (CU), Yazan Khalili (PS)

Sýningin HAPPY PEOPLE býður uppá úrval listaverka sem hafa verið sköpuð fyrir þig til að eiga við og njóta.

Dularfullum skúlptúrum hefur verið komið fyrir í framúrstefnulegum vatnspípum og bíða þess að þú komir og reykir þá. Neytir þeirra og andir þeim að þér með ávaxtakeim. Reykingasermóníurnar eru tilraunir til að njóta listar á nýjan hátt.

Vikulega verður verkum í pípunum skipt út og með því myndast flæðandi hringrás í rýminu.

Á hverri reykingasermóníu verður dagskrá lifandi gjörninga og viðburða.

No responses yet

Ársfundur Nýlistasafnsins 2017 – ný stjórn

jún 07 2017 Published by under Uncategorized

Ársfundur Nýlistasafnsins var haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 17:30 í Marshallhúsinu.

Fundarstjóri var Hildigunnur Birgisdóttir og ritari Heiðar Kári Rannversson. Samtals voru mættir 26 félagsmenn á fundinn með núverandi stjórn.

Átta nýjir fulltrúar voru teknir inn í Nýlistasafnið; Hildur Henrýsdóttir, Steinunn Marta Önnudóttir, Elín Þórhallsdóttir, Birkir Karlsson, Sam Reese, Bára Bjarnadóttir, Amanda Riffo og Marina Rees.

Kosið var bæði í aðalstjórn og varastjórn

Þorgerður Ólafsdóttir heldur áfram sem formaður, ásamt henni í aðalstjórn sitja nú Anna Líndal, Birkir Karlsson, Kristín Rúnarsdóttir og Sam Rees.

Í varastjórn sitja Bára Bjarnadóttir, Claudia Hausfeld og Þóranna Björnsdóttir.

Í aðalstjórn 2015 – 2017 sátu Þorgerður Ólafsdóttir sem formaður, Claudia Hausfeld, Logi Bjarnason, Rebecca Erin Moran og Þóranna Björnsdóttir.

í varastjórn 2016 – 2017 sátu Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Heiðar Kári Rannversson og Sindri Leifsson

Nýlistasafnið þakkar fráfarandi stjórnarliðum kærlega fyrir vel unnin störf.

Bæði ársreikninga og skýrslu má finna hér á heimasíðu Nýlistasafnins.

No responses yet

Rolling Line – Leiðsögn á hvítasunnudag

jún 02 2017 Published by under Uncategorized

Opin leiðsögn um Rolling Line

– hvítasunnudagur, 4. júní kl. 16:00 – 16:30
– Nýlistasafnið, 2. hæð, Marshallhúsið
– Grandagarður 20, 101 RVK

Það verður opið í Nýlistasafninu um hvítasunnuhelgina og í tilefni af nýrri útgáfu um Ólaf Lárusson verður opin leiðsögn um sýninguna Rolling Line á sunnudaginn. Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins og annar af sýningarstjórum Rolling Line, tekur á móti gestum milli klukkan kl. 16:00 – 16:30

Leiðsögnin er ókeypis og opin öllum.

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn.

Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama ár þar sem honum var boðið að kenna kvikmyndagerð við Deild í mótun, nýja deild innan MHÍ, sem seinna var nefnd Nýlistadeild.

Ólafur var einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins og var stórtækur í framgangi gjörningalistar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í viðleitni til að draga upp heildræna mynd af afkastamestu árum listamannsins.

Á sýningunni eru verk eftir Ólaf í eigu Nýlistasafnsins, einnig Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Safnasafninu og Listasafni ASÍ, ásamt ótal verkum sem safnarar, vinir og vandamenn Ólafs, hafa góðfúslega lánað á sýninguna.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map