Archive for október, 2016

Sýningarstjóri næstu Sequences kynntur til leiks og hátíðin fagnar 10 ára afmæli 19. nóvember

okt 24 2016 Published by under Uncategorized

10 ára afmælishátíð Sequences fer fram laugardaginn 19. nóvember 2016 og eru allir boðnir velkomnir til að taka þátt í hátíðarhöldunum sem hefjast á hádegi.

Það er með mikilli gleði að stjórn Sequences tilkynnir að Margot Norton, sýningarstjóri hjá New Museum, mun sýningarstýra Sequences VIII sem haldin verður í október 2017.

Margot verður viðstödd hátíðahöldin og mun kynna heiðurslistamann næstu Sequences hátíðar og veita gestum innsýn inn í hvað við megum búast við í listinni á næsta ári. Nokkrir af listamönnunum sem Margot hefur boðið þátttöku munu koma við sögu á afmælisdeginum.

Allir eru velkomnir og aðgangur endurgjaldslaus, bara kaka og Cava!
Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega.

Margot Norton er sýningarstjóri á New Museum í New York. Þar hefur hún sýningarstýrt einkasýningum með listamönnum á borð við Judith Bernstein, Pia Camil, Sarah Charlesworth, Roberto Cuoghi, Tacita Dean, Ragnar Kjartansson, Chris Ofili, Goshka Macuga, Laure Prouvost, Anri Sala og Erika Vogt auk samsýninganna The Keeper, Here and Elsewhere og NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star. Norton skipulagði yfirlitsýningu á verkum “LLYN FOULKES” sem hefur verið sett upp í the Hammer Museum í Los Angeles, auk þess vann hún að samsýningunum Ghosts the Machine, Chris Burden: Extreme measures og Jim Shaw: The End is Here.

Norton sýningarstýrði Næturvarpi: Náin rafræn kynni, dagskrá myndbandsverka sem var til sýningar á RÚV í upphafi árs 2016. Norton er um þessar mundir að vinna að yfirlitssýningu á verkum Pipilotti Rist: Pixel Forest sem verður til sýningar í New Museum 26. október 2016 – 15. janúar 2017.

Norton var áður aðstoðarsýningarstjóri á Whitney Biennial 2010 og í Whitney Museum of American Art (Drawings Department) í New York. Norton hlaut meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Columbia University, New York. Hún hefur einnig haldið ótal fyrirlestra og gefið út efni um samtímalist.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map