Archive for mars, 2014

Nýr formaður stjórnar

mar 14 2014 Published by under Uncategorized

Þorgerður Ólafsdóttir var kjörin nýr formaður stjórnar á ársfundi Nýlistasafnsins 1. mars 2014. Þorgerður hefur undanfarin ár búið í Skotlandi þar sem hún lauk master í myndlist frá Glasgow School of Art vorið 2013.

Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur unnið að myndlist hér heima og erlendis síðan. Hún var annar stofnandi Crymo gallerís og hélt utan um sýningahald gallerísins framan af ásamt því að meðstýra bókinni Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, sem tók á grasrótarsenunni í Reykjavík eftir hrunið 2008.

 

Þorgerður var annar stjórnandi Sequences listahátíðar 2011 og hefur unnið að þróun hátíðarinnar síðan.
Hún heldur utan um sýningarverkefnið Staðir / Places á Vestfjörðum ásamt Evu Ísleifsdóttur.

No responses yet

æ ofaní æ

mar 10 2014 Published by under Uncategorized

Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í sýningarstjórn Markúsar Þórs Andréssonar & Ragnheiðar Gestsdóttur. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Á sýningunni verður kvikmynd frumsýnd sem á íslensku nefnist einnig æ ofaní æ. Myndin endurspeglar líf og list Hreins Friðfinnssonar, eins ástsælasta listamanns sinnar kynslóðar. Leikstjórarnir, Ragnheiður Gestsdóttir og Markús Þór Andrésson, fara óhefðbundna leið við gerð þessarar fimmtíu mínútna löngu myndar þar sem mörk veruleika og skáldskapar eru útmáð. Lykilverk af ferli listamannsins eru notuð sem burðarás í spennuþrunginni frásögn þar sem sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast á. Kvikmyndin er til sýnis á klukkutíma fresti í sérrými í Nýlistasafninu en í fremra rými er sýning á verkum Hreins.

Sýningin endurspeglar margslungnar tilraunir Hreins Friðfinnssonar til að höndla hverfulleikann og fanga óendanleikann í tíma og rúmi. Á sýninguna eru valin bæði eldri verk sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings árum saman sem og þekkt verk af ferli listamannsins. Að auki verða til sýnis glæný verk úr smiðju hans sem sniðin eru að hinu sérstaka flísagólfi í Nýlistasafninu við Skúlagötu. Safnið leikur einnig stórt hlutverk í kvikmyndinni enda var hluti hennar tekin í geymslum þess.

Hin margrómaða finnska leikkona, Kati Outinen, er í hlutverki Aiku sem starfar á Rannsóknarstofu tímans. Hún hefur það verkefni að fylgjast með framvindu tilraunar þar sem tvíburabræður voru í æsku fluttir á ólíkar slóðir til þess að mæla framvindu tímans allt eftir nálægð við þyngdarafl Jarðar. Magnús Logi Kristinsson túlkar þann bróður sem ólst upp hátt uppi í fjöllum Íslands en Hreinn Friðfinnsson sjálfur túlkar þann sem ólst upp niðri við sjávarmál í Amsterdam. Tilraunin fór langt fram úr væntingum enda virðast áratugir skilja bræðurna að. Babb kemur í bátinn þegar Aika ákveður að stefna þeim saman í fyrsta sinn enda er tíminn mikið ólíkindatól.

No responses yet

Kíktu í heimsókn

Heimilisfang

 • Nýlistasafnið
 • Marshallhúsið
 • Grandagarður 20
 • 101 Reykjavík
 • Ísland

Opnunartímar

 • þri til sun 12 – 18
 • fim 12 – 21
 • lokað á mánudögum
 • Almenningssamgöngur

  • Strætó: 14
  • Stöð: Grandi

Hafðu samband

 • S: +354 551 4350
 • N: nylo(at)nylo.is

Panta leiðsögn um yfirstandandi sýningu

Upplýsingar

map